Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sameinumst - hjálpum þeim!!!!
06.12.2005

Sameinumst - hjálpum þeim!!!!

Þrír grunnskólar sem allir eiga vinaskóla í Malaví hafa nú tekið höndum saman í því skyni að safna peningum vegna hungursneyðar sem nú ríkir í Malaví. Þetta eru Grundaskóli á Akranesi, Lágafellsskóli í Mosfellsbæ og Mýrarhúsaskóli á Seltjarnarnesi.
Geðorðin 10 inn á öll heimili á Seltjarnarnesi
02.12.2005

Geðorðin 10 inn á öll heimili á Seltjarnarnesi

Þessa dagana er verið að dreifa segulmottum með Geðorðunum 10 inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi. Geðorðin 10 byggjast á niðurstöðum rannsókna á því hvað einkennir fólk sem býr við velgengni og vellíðan í lífinu.
Systkinaafslættir milli dagforeldra og leikskóla á Seltjarnarnesi
01.12.2005

Systkinaafslættir milli dagforeldra og leikskóla á Seltjarnarnesi

Nýjar reglur um afsláttarkjör barnafjölskyldna á Seltjarnarnesi er nýta dagforeldrakerfi, leikskóla eða Skólaskjól grunnskóla tóku nýlega gildi.
Unglingar frá Selinu tóku tók þátt í fatahönnunarkeppni Stílsins og First Lego League keppninnni
30.11.2005

Unglingar frá Selinu tóku tók þátt í fatahönnunarkeppni Stílsins og First Lego League keppninnni

Fatahönnunnarkeppnin Stíllinn var haldin laugardaginn 26. nóvember í íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Þema keppninnar var “rusl”. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin og hefur Selið tekið þátt í keppninni frá upphafi.
Félag eldri borgara í heimsókn hjá bæjarstjóra Seltjarnarness
21.11.2005

Félag eldri borgara í heimsókn hjá bæjarstjóra Seltjarnarness

Framkvæmdastjórn Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni var boðið til fundar við bæjarstjórann á Seltjarnarnesi á dögunum en þetta mun vera í fyrsta sinn sem félagið fundar formlega með fulltrúa bæjaryfirvalda á Seltjarnarnesi.
Leikskólabörn fá endurskinsvesti að gjöf.
21.11.2005

Leikskólabörn fá endurskinsvesti að gjöf.

Síðastliðinn föstudag afhenti Tryggingafélagið Sjóvá börnum í leikskólum Seltjanarnesbæjar ný endurskinsvesti að gjöf.
Samþykkt að ganga til samstarfs við World Class um heilsurækt
17.11.2005

Samþykkt að ganga til samstarfs við World Class um heilsurækt

Bæjarstjórn samþykkti á dögunum samhljóða að leita samninga við Þrek ehf.um rekstur og uppbyggingu heilsuræktar í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness.
Dagur íslenskrar tungu
16.11.2005

Dagur íslenskrar tungu

Í dag, 16. nóvember er dagur íslenskrar tungu, en þann dag árið 1807 fæddist Jónas Hallgrímsson. Í tilefni dagsins stendur Grunnskóli Seltjarnarness fyrir sérstöku átaki í þágu íslensks máls.
Ódýrara vatn á Seltjarnarnesi en hjá OR
14.11.2005

Ódýrara vatn á Seltjarnarnesi en hjá OR

Í nóvemberblaði Vesturbæjarblaðsins segir að Hverfisráð Vesturbæjar hafi óskað eftir því við borgaryfirvöld að skoðað verði hvort unnt sé að lækka húshitunarkostnað í Vesturbænum með því að tengjast Hitaveitu Seltjarnarness.
Fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar styrkist enn
11.11.2005

Fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar styrkist enn

Grant Thornton endurskoðun ehf hefur skilað af sér greinargerð um fjárhagsstöðu Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004. Sem fyrr þykir fjármálastjórn og fjárhagsstaða bæjarins með því besta sem gerist meðal sveitarfélaga á landinu.
08.11.2005

Seltjarnarnesbær í samstarf við HR um stærðfræðimenntun

Seltjarnarnesbær hefur samið við Háskólann í Reykjavík um meistaranám fyrir stærðfræðikennara við Grunnskóla Seltjarnarness. Samkvæmt samningnum mun bæjarfélagið greiða hluta skólagjalda fyrir tvo stærðfræðikennara en auk þess fellir HR niður hluta skólagjalda.
Mánabrekka 9 ára
02.11.2005

Mánabrekka 9 ára

Níu ára afmæli Mánabrekku var haldið hátíðlegt í gær. Starfsmenn, börn og foreldrar skemmtu sér saman og blásið til ýmissa uppákoma í tilefni dagsins.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?