Fara í efni

Fjölmenni í Jónsmessugöngu

Fimmtudaginn 23. júní efndi menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu. Að þessu sinni tóku tæplega tvöhundurð manns þátt í göngunni sem hófst á Valhúsahæð og lauk með fjörubáli.

Jónsmessuganga 2005

Fimmtudaginn 23. júní efndi menningarnefnd Seltjarnarnesbæjar til léttrar Jónsmessugöngu. Að þessu sinni tóku tæplega tvöhundurð manns þátt í göngunni sem hófst á Valhúsahæð og lauk með fjörubáli. Í göngunni var hernaðarviðbúnaði á Seltjarnarnesi á stríðsárunum lýst og stríðsminjar á Valhúsahæð skoðaðar. Að venju var gengið niður að dæluhúsi Hitaveitu Seltjarnarness þar sem göngumenn fengu hressingu og að lokum haldið í fjöru þar sem sungið var við undirleik harmónikku.

Jónsmessuganga 2005


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?