Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Athafnasvæði við Bygggarða verður íbúabyggð samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi
12.10.2005

Athafnasvæði við Bygggarða verður íbúabyggð samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi

Samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er til umfjöllunar og nefndum og stjórnsýslu bæjarins er stefnt að því að reist verði íbúðabyggð við Bygggarða á tímabilinu 2006-2024. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðabyggð um 3 hektarar að stærð en gert er ráð fyrir lágreistri, þéttri íbúabyggð.
Heitur reitur á Bókasafni Seltjarnarness
10.10.2005

Heitur reitur á Bókasafni Seltjarnarness

Seltjarnarnesbær hefur samið við Og Vodafone um að bjóða upp á svo kallaðan „heitan reit“ eða þráðlausa háhraða internettengingu, á Bókasafni Seltjarnarness.
Sameiginlegur fræðslufundur skóla á Seltjarnarnesi
07.10.2005

Sameiginlegur fræðslufundur skóla á Seltjarnarnesi

Á skipulagsdegi skólanna á Seltjarnarnesi þann 6. október var haldinn sameiginlegur fræðslufundur, fyrir starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, skólaskjóli, tónlistarskóla og Selinu.
Nýr drykkjarfontur við Norðurströnd
04.10.2005

Nýr drykkjarfontur við Norðurströnd

Nýlega var lokið uppsetningu og frágangi við nýjan drykkjarfont við Norðurströnd. Um er að ræða þriðja vatnsfontinn með þessu sniði sem reistur er í bænum.
Fréttir af Selinu
03.10.2005

Fréttir af Selinu

Selið hóf vetrarstarf sitt 19. september eftir stórtæka andlitslyftingu og viðgerðir á húsnæði. Opnunarball var haldið 22. september þar sem hljómsveitirnar Nóbel og Child tróðu upp ásamt DJ-Daða og DJ-Sæma. Mikil og góð stemning var á ballinu enda húsið troðfullt af frábærum unglingum.
Gott samstarf skólaskrifstofa sveitarfélaga um námskeiðahald
30.09.2005

Gott samstarf skólaskrifstofa sveitarfélaga um námskeiðahald

Skólaskrifstofur Seltjarnarness, Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar hafa á undanförnum árum staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk leikskólanna í sveitarfélögunum.
Sparkvöllurinn kominn í gagnið
27.09.2005

Sparkvöllurinn kominn í gagnið

Sparkvöllurinn á horni Lindarbrautar og Hofgarða var tilbúinn til notkunar á dögunum og nýtur strax mikilla vinsælda. Þetta er annar sparkvöllurinn sem tekin er í notkun á Seltjarnarnesi. Hinn er við Valhúsaskóla og var opnaður fyrir fáum árum.
Flestir Seltirningar hafa búið lengur en 11 ár í bænum
26.09.2005

Flestir Seltirningar hafa búið lengur en 11 ár í bænum

65% íbúa Seltjarnarnesbæjar sem eru 18 ára eða eldri hafa búið lengur en 11 ár í bæjarfélaginu. Nærri þriðjungur íbúa hefur búið í 11-20 ár í bænum en næst fjölmennasti hópurinn hefur verið búsettur á Nesinu í 21-30 ár.
Skólaþing á Seltjarnarnesi
21.09.2005

Skólaþing á Seltjarnarnesi

Skólaþing verður haldið í Valhúsaskóla miðvikudaginn 12. október kl. 17:15-21:00. Með skólaþinginu vill Seltjarnarnesbær veita íbúum og starfsmönnum bæjarins kost á að taka virkan þátt í stefnumótun fyrir leik- grunn- og tónlistarskóla á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni íbúalýðræði og borgaravitund.
Tillögur að baðhúsi og veitingastað við Snoppu í skoðun
20.09.2005

Tillögur að baðhúsi og veitingastað við Snoppu í skoðun

Skipulags- og mannvirkjanefnd hyggst setja á fót vinnuhóp til að skoða þær tillögur sem komið hafa fram um annars vegar baðhús og hins vegar veitingastað í grennd við Snoppu.
Nýjung á vefsvæði Seltjarnarness
14.09.2005

Nýjung á vefsvæði Seltjarnarness

Settur hefur verið upp hlekkur á vefsvæði Seltjarnarness þar sem aðgengilegt verður áhugavert efni úr fjölmiðlum er tengist bæjarfélaginu. Seltjarnarnes i fjölmiðlum
Hjartastuðtæki í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness
09.09.2005

Hjartastuðtæki í Íþróttamiðstöð Seltjarnarness

Slysavarnadeild kvenna á Seltjarnarnesi færði á dögunum Íþróttamiðstöð Seltjarnarness sjálfvirkt hjartastuðtæki að gjöf. Bæjarstjóri og framkvæmdarstjóri Íþróttamiðstöðvar veittu tækinu viðtöku en auk þeirra voru fulltrúar frá æskulýðs- og íþróttaráði og slysavarnakonum viðstaddir.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?