Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Sparkvöllur rís við Snægerði
16.06.2005

Sparkvöllur rís við Snægerði

Framkvæmdir við sparkvöll með gervigrasi sem rísa mun á horni Lindarbrautar og Hofgarða á Seltjarnarnesi eru á fullum skriði. Lóðin sem völlurinn rís á er nefnd Snægerði og er í vesturhverfi Seltjarnarness.
Bæjarbúum boðið til morgunverðar
16.06.2005

Bæjarbúum boðið til morgunverðar

Um 600 Seltirningar mættu í morgunverð á Eiðistorgi sem menningarnefnd bæjarins bauð til í tengslum við menningarhátíð 10.-12. júní.
10.06.2005

Kynningargögn vegna íbúakosninga um skipulagsmál

Kynningargögn vegna íbúakosninga 25. júní verða borin í öll hús á Seltjarnarnesi laugardaginn 11. juní n.k.
09.06.2005

Nemendur Mýrarhúsaskóla gróðursetja í Bolaöldu

Nemendur í 4. bekk Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi fóru í gróðusetningarferð á landsvæði Seltjarnarnesbæjar við Bolaöldu austan Sandskeiðs föstudaginn 3. júní s.l.
03.06.2005

Sumaropnunartími á bæjarskrifstofum Seltjarnarness

Yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst verða bæjarskrifstofur Seltjarnarness opnar sem hér segir: Mánudaga til miðvikudaga kl. 8:45 - 16:00 Fimmtudaga kl. 8:45 - 17:00 Föstudaga kl. 8:45 – 14:00
Menningarhátíð á Seltjarnarnesi
03.06.2005

Menningarhátíð á Seltjarnarnesi

Menningarhátíð Seltjarnarness verður haldin dagana 9. - 12 júní n.k. Á dagskrá hátíðarinnar sem einkennist af fjölbreytni og virkri þáttöku Seltirninga ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
27.05.2005

Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla tilnefnt til foreldraverðlauna Heimilis og skóla.

Foreldrafélag Mýrarhúsaskóla var tilnefnt til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2005. Í móttöku sem haldin var í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu tók formaður foreldrafélagsins, Sjöfn Þórðardóttir, á móti viðurkenningu fyrir hönd stjórnarinnar frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra.
Formleg opnun dagvistar aldraðra.
26.05.2005

Formleg opnun dagvistar aldraðra.

Dagvist aldraða á Seltjarnarnesi var formlega opnuð fimmtudaginn 12. maí s. l. Sigrún Edda Jónsdóttir formaður félagsmálaráðs flutti ávarp og færði þakkir til Lionsklúbbsins og Slysavarnardeildar kvenna fyrir búnað sem þessir aðilar hafa gefið til starfseminnar
Kosið um skipulagstillögur í júní
26.05.2005

Kosið um skipulagstillögur í júní

Öllum Seltirningum á kosningaaldri verður gefinn kostur á að kjósa á milli tveggja mismunandi skipulagstillagna fyrir Hrólfsskálamel og Suðurströnd 25. júní nk. Kosningin verður bindandi fyrir formlega deiliskipulagsgerð svæðisins. Þetta fyrirkomulag var samþykkt samhljóða á bæjarstjórnarfundi Seltjarnarness í gær.
Kartöflur og rabarbari
25.05.2005

Kartöflur og rabarbari

Nemendur í 4.og 5. bekk Mýrarhúsaskóla settu niður kartöflur og rabarbara í garðlöndum Seltjarnarnesbæjar í síðustu viku. Ástæðan er m.a. sú að skólagarðarnar hafa verið lagðir niður a.m.k. tímabundið vegna lítillar aðsóknar en fræðsluyfirvöld hafa áhuga á að nemendur kynnist ræktun matjurta.
Vel heppnaður hjóladagur
25.05.2005

Vel heppnaður hjóladagur

Árlegur hjóladagur Slysavarnardeildar kvenna á Seltjarnarnesi og lögreglunnar var haldinn laugardaginn 7. maí. s.l. Fjöldi barna komu á skólalóð Mýrarhúsaskóla og skoðaði lögreglan hjólin en slysavarnarkonur skoðuðu hjálmana.
Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- bæjarsjóður og samstæða skila hagnaði
24.05.2005

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar- bæjarsjóður og samstæða skila hagnaði

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2004 er komin út. Eins og í fyrra er henni dreift inn á hvert heimili á Seltjarnarnesi en það er liður í þeirri stefnu bæjaryfirvalda að auka upplýsingastreymi til bæjarbúa.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?