Fara í efni

Vel heppnað jazzkvöld.

Listaklúbburinn Nes-Café breytti félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í fjörugan tónlistarklúbb í tengslum við nýafstaðna menningarhátíð. Í boði var fjölbreytt blönduð tónlistardagskrá þar sem jazz, funk og blús réð ríkjum.

Sextettinn 6íJAZZListaklúbburinn Nes-Café breytti félagsheimilinu á Seltjarnarnesi í fjörugan tónlistarklúbb í tengslum við nýafstaðna menningarhátíð. Í boði var fjölbreytt blönduð tónlistardagskrá þar sem jazz, funk og blús réð ríkjum.

Áheyrendur á tónlistarkvöldi Listaklúpps Nes-Café

Sérstakur kráarmatseðill var settur saman af þessu tilefni af matgæðingum Veislunnar sem sá um veitingar á viðburðinum. Húsfyllir var á kvöldinu sem heppnaðist einstaklega vel í alla staði. Var ekki annað að heyra á viðstöddum en stemning væri fyrir því að endurtaka leikinn.

Sextettinn 6íJAZZ

Meðal flytjenda á jazzkvöldinu má nefna sextettinn 6íJAZZ, Moniku Abendroth, Jazztríó Sunnu Gunnlaugs, Ingu Stefánsdóttur, Ingva Þór Kormáksson og JJ Soul Band.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?