Fara í efni

Skólabyrjun á Seltjarnarnesi

Starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla - Valhúsaskóla mætti til starfa að loknu sumarleyfi 15. ágúst sl. Starfsdagana notuðu kennarar m.a. til að undirbúa vetrarstarfið og sækja námskeið.

Starfsfólk Grunnskóla Seltjarnarness – Mýrarhúsaskóla - Valhúsaskóla mætti til starfa að loknu sumarleyfi 15. ágúst sl. Starfsdagana notuðu kennarar m.a. til að undirbúa vetrarstarfið og sækja námskeið. Grunnskóli Seltjarnarness, í samstarfi við Símenntunarstofnun Kennaraháskóla Íslands, stendur fyrir námskeiði fyrir starfsfólk skólans í vetur um einstaklingsmiðað nám/kennsluhætti en námskeiðið hófst 18. ágúst sl. Námskeiðið er styrkt af Þróunarsjóði grunnskóla.

Skólinn var settur 22. ágúst en kennsla hófst samkvæmt stundaskrá daginn eftir. Bekkjardeildir í Mýrarhúsaskóla haustið 2005 eru 19 og nemendur samtals 383. Í Valhúsaskóla eru 328 nemendur í 16 bekkjardeildum. Tæplega 100 starfsmenn starfa nú við skólann og Skólaskjólið. Um 90 nemendur í 1.-3. bekk eru innritaðir í Skólaskjólið.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?