Fara í efni

Fjör á Seltjarnarnesi í sumar

Survivor- og leikjanámskeið Seltjarnarnesbæjar 2005 er nú lokið og hefur mikið líf og fjör einkennt andann á þeim fjórum námskeiðum sem haldin voru í júní og júlí í sumar.

Leikjanámskeið

Börn á leikjanámskeiðiSurvivor- og leikjanámskeið Seltjarnarnesbæjar 2005 er nú lokið og hefur mikið líf og fjör einkennt andann á þeim fjórum námskeiðum sem haldin voru í júní og júlí í sumar.

Það var ýmislegt gert á námskeiðunum m.a. var farið í margar mismunandi og skemmtilegar ferðir, s.s í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Lögreglan og Slökkviliðið heimsótt, farið í bátsferðir með Björgunarsveitinni Ársæli, óteljandi sundferðir, útilegur og margt fleira.

Börnin og leiðbeinendur voru sjálfum sér og öðrum til mikils sóma hvar sem þau komu og fengu oftar en ekki hrós fyrir prúðmennsku og skemmtilegheit.

Smíðavöllur

Börn á smíðavelliSmíðavöllur var starfræktur á bílaplani Valhúsaskóla í júní og júlí. Börnum frá átta ára aldri gafst tækifæri á að smíða kofa og fleira í þeim dúr. Á planinu myndaðist skemmtileg kofabyggð enda myndarsmiðir þar á ferð.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?