Fara í efni

Lagning ljósleiðara hafin

Verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hefur nú hafist handa við að leggja ljósleiðara inn á fyrstu heimilin á Seltjarnarnesi en verkefnið hafði áður tafist vegna þess að þau tilboð sem OR bárust í lagningu ljósleiðarans voru hærri en reiknað hafði verið með.

Verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur hefur nú hafist handa við að leggja ljósleiðara inn á fyrstu heimilin á Seltjarnarnesi en verkefnið hafði áður tafist vegna þess að þau tilboð sem OR bárust í lagningu ljósleiðarans voru hærri en reiknað hafði verið með. Samningar hafa náðst við verktaka um að hefja verkið á Seltjarnarnesi og er sá samningur innan kostnaðaráætlunar.

Vinna við að koma upplýsingaveitunni sjálfri í gagnið er einnig í gangi um þessar mundir en stefnt er að því að hægt verði að veita netþjónustu um kerfið í september, símaþjónustu í október og í byrjun desember geti sjónvarpsútsendingar um ljósleiðarakerfið hafist. Ef áætlanir standast munu rúmlega 1.000 heimili á Seltjarnarnesi verða tengd kerfinu um áramótin.
Hægt verður að nota ljósleiðaranetið á þrennan hátt; til að senda út sjónvarpsefni, til að tengjast netinu og sem símkerfi. Ljóst er að OR muni ekki veita slíka þjónustu heldur er markmiðið að byggja upp dreifikerfi og selja áhugasömum þjónustuveitum aðgang að því. Þegar er búið að semja við þrjú innlend fyrirtæki sem hyggjast veita þjónustu í gegnum kerfið og eru samningar í burðarliðnum við fleiri fyrirtæki. Auk innlendra fyrirtækja hafa nokkur erlend sýnt kerfinu áhuga og því ekki útilokað að þau bætist í hóp þjónustuveitna.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?