Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi færði ásamt Lionsklúbbnum Freyr Björgunarsveitinni Ársæli rausnarlega peningagjöf í tilefni 2ja nýrra slöngubáta björgunarsveitarinnar.
Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi færði ásamt Lionsklúbbnum Freyr Björgunarsveitinni Ársæli rausnarlega peningagjöf í tilefni 2ja nýrra slöngubáta björgunarsveitarinnar.
Björgunarsveitin Ársæll festi í vor kaup á tveimur nýjum slöngubátum. Annar ríkulega útbúinn AVON EA16 D-Class bátur sem hannaður er og framleiddur af Konunglega breska björgunarbátafélaginu (RNLI) en hinn af gerðinni Zodiac Mark III Grand Raid frá Ellingsen.
Bátarnir voru formlega teknir í notkun fimmtudaginn 18. ágúst í húsnæði sveitarinnar Gaujabúð við Suðurströnd. Við það tækifæri voru þeim gefin nöfn, Avon báturinn frá RNLI heitir Freyr og Zodiac Mack III báturinn hlaut nafnið Freyja.