Fara í efni

Björgunarsveitin Ársæll fær rausnarlega peningagjöf frá Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi og Lionsklúbbnum Frey.

Slysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi færði ásamt Lionsklúbbnum Freyr Björgunarsveitinni Ársæli rausnarlega peningagjöf í tilefni 2ja nýrra slöngubáta björgunarsveitarinnar.

Jón Kr. Guðbergssonar, formaður Lionsklúbbsins Freys, Gylfi Sævarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ársæls og Petrea I. Jónsdóttir, formaður Slysavarnadeildar kvenna á SeltjarnarnesiSlysavarnardeild kvenna á Seltjarnarnesi færði ásamt Lionsklúbbnum Freyr Björgunarsveitinni Ársæli rausnarlega peningagjöf í tilefni 2ja nýrra slöngubáta björgunarsveitarinnar.  

Björgunarsveitin Ársæll festi í vor kaup á tveimur nýjum slöngubátum.  Annar ríkulega útbúinn AVON EA16 D-Class bátur sem hannaður er og framleiddur af Konunglega breska björgunarbátafélaginu (RNLI) en hinn af gerðinni Zodiac Mark III Grand Raid frá Ellingsen.

Slysavarnakonur af Seltjarnarnesi við Zodiac bátinn.Bátarnir voru formlega teknir í notkun fimmtudaginn 18. ágúst í húsnæði sveitarinnar Gaujabúð við Suðurströnd.  Við það tækifæri voru þeim gefin nöfn, Avon báturinn frá RNLI heitir Freyr og Zodiac Mack III báturinn hlaut nafnið Freyja.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?