Fara í efni

Allir kennarar við Grunnskóla Seltjarnarness fá fartölvu

Bæjarstjóri undirritaði á dögunum samning Seltjarnarnesbæjar við Tölvulistann um kaup á 73 Acer ferðatölvum til afnota fyrir kennara og stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla.

Við undirskrift samning um tölvukaup fyrir kennaraBæjarstjóri undirritaði á dögunum samning Seltjarnarnesbæjar við Tölvulistann um kaup á 73 Acer ferðatölvum til afnota fyrir kennara og stjórnendur Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla og Valhúsaskóla. Fartölvukaupin gjörbreyta og bæta aðstöðu skólastarfsmanna Seltjarnarnesbæjar en það er mat bæjaryfirvalda að grunnskólakennarar hafi verulegt gagn af þeim sveigjaleika sem fartölvunotkun skapar. Kennarar skólans komu saman á Bókasafni Seltjarnarnesbæjar á Eiðistorgi, föstudaginn 21. ágúst síðast liðinn til að taka á móti nýja tölvubúnaðinum sem afhentur var uppsettur og tilbúinn til notkunar.Helga Sigmundsdóttir og Jónmundur Gumarsson

Þráðlaust netaðgangur alls staðar í skólunum

Í tengslum við fartölvuvæðingu grunnskólanna verður settur upp þráðlaus netaðgangur í báðum grunnskólabyggingum bæjarins í því skyni að unnt sé að nýta allt tiltækt húsnæði til tölvuvinnslu. Kennarar geta þannig unnið alla undirbúningsvinnu, skráningu á námsframvindu og haldið samráðsfundi þar sem best hentar hverju sinni. Það er því ljóst að óvíða er starfsaðstaða grunnskólakennara betri á landinu en á Seltjarnarnesi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?