23.01.2006
Nemandi úr Mýrarhúsaskóla tryggir sér þátttökurétt á Norðurlandamótið í skólaskák
Friðrik Þjálfi Stefánsson, nemandi í 4. – B í Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla tryggði sér þátttökurétt á Norðurlandamóti í skólaskák sem fram fer í Finnlandi 17.-19. febrúar nk.
23.01.2006
Frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda samþykkt í bæjarstjórn Seltjarnarness
Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness sem haldinn var í gær, 18. janúar, var samhljóða samþykkt tillaga meirihlutans um enn frekari lækkun álagningarstuðuls fasteignagjalda. Með samþykktinni er tryggt að fasteignagjöld á Seltjarnarnesi eru umtalsvert lægri en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að fasteignir í bæjarfélaginu hækki hvað mest í nýju fasteignamati.
16.01.2006
Sigríður Þorvaldsdóttir Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2006
Nýr bæjarlistamaður Seltjarnarness var útnefndur þann 14. janúar s.l. við hátíðlega athöfn í Bókasafni Seltjarnarness. Fyrir valinu varð Sigríður Þorvaldsdóttir leikari sem tekur við nafnbótinni af Auði Hafsteinsdóttur
16.01.2006
Sýning Landverndar: Vistvernd í verki
Í tengslum við verkefnið Vistvernd í verki hefur verið sett upp sýning um vistvænni lífsstíl í Bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og mun hún standa frá 15. janúar til 15. mars.
09.01.2006
Forvarnarverkefnið Hugur og heilsa verðlaunað
Í desember s.l. var hlaut Eiríkur Örn Arnarson höfundur forvarnarverkefnisins Hugur og heilsa verðlaunin „Upp úr skúffunum“ sem veitt eru í samstarfi Rannsóknarþjónustu HÍ, Tæknigarðs, rektors HÍ og A&P Árnasonar einkaleyfastofu.
06.01.2006
Gjaldskrár standa í stað eða lækka
Engar hækkanir eru áformaðar á þjónustugjöldum stofnana Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætlun ársins 2006. Allar gjaldskrár lækka því að raungildi á árinu þar sem þær munu ekki fylgja verðlagsþróun. Einnig eru dæmi um beinar krónutölulækkanir.
06.01.2006
Þrettándabrennu frestað
Ákveðið hefur verið að fresta þrettándabrennu er að venju átti að halda á Valhúsahæð í kvöld. Ástæðan er slæm veðurspá á höfuðborgarsvæðinu.
02.01.2006
Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2005
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur kannaði útbreiðslu og þéttleika varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2005, eins og gert hefur verið annað hvort ár að undanförnu.
22.12.2005
Vinna við 2. áfanga ljósleiðaralagningar á Seltjarnarnesi hafin
Þessa dagana er verktaki á vegum Orkuveitu Reykjavíkur (OR) að hefja framkvæmdir við 2. áfanga ljósleiðaratengingar heimila á Seltjarnarnesi.
22.12.2005
Hátíðarhöld í leikskólum bæjarins
Börnin í Mánabrekku fluttu helgileik í leikskólanum 20. desember s.l. Sungin voru íslensk og ungversk jólalög.
22.12.2005
Fasteignaálögur á Seltjarnarnesi áfram lægstar á höfuðborgarsvæðinu
Álagningarstuðlar fasteignagjalda á Seltjarnarnesi munu lækka annað árið í röð. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar lækkar fasteignaskattur úr 0.32% í 0.30% og vatnsgjald lækkar úr 0.13% í 0.115%. Í útreikningum bæjarins við gerð fjárhagsáætlunar var m.a. gengið út frá því að fasteignamat í sveitarfélaginu myndi hækka um 30% og voru álagningarstuðlar lækkaðir með tilliti til þess.
12.12.2005
Bæjarstjórn auglýsir tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024
Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, samkvæmt 18. gr skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarfélaga og stofnana sem borist hafa.