Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar 2005

Umhverfisnefnd Seltjarnarness afhenti föstudaginn 29. júlí umhverfisviðurkenningar ársins 2005 við hátíðlega athöfn í Fræðasetrinu í Gróttu.

Ingimar Sigurðuson ásamt nokkrum þeirra er hlutu viðurkenninguUmhverfisnefnd Seltjarnarness afhenti föstudaginn 29. júlí umhverfisviðurkenningar ársins 2005 við hátíðlega athöfn í Fræðasetrinu í Gróttu.

Ingimar Sigurðsson, formaður umhverfisnefndar veitti viðurkenningarnar en eftirtaldir hlutu þær að þessu sinni:


Viðurkenning var veitt fyrir þátttöku í hreinsunardeginum og féll hún í skaut Trimmklúbbs Seltjarnarness og Slysavarnardeildar kvenna á Seltjarnarnesi fyrir frábæra þátttöku.

Steinavör 6Halldór Þór Halldórsson og Margrét Vesturströnd 31 - StríðsminjarPálsdóttir, Steinavör 6 og Guðbjörg R. Jónsdóttir og Skúli Ólafs, Vesturströnd 31 fengu viðurkenningu fyrir varðveislu stríðsminja.

Hrólfsskálavör 5Guðmundur Sigurðsson og Sigurborg Gunnarsdóttir, Hrólfsskálavör 5 fengu viðurkenningu fyrir opinn og snyrtilegan garð.

Bollagarðar 8Anna Nielsen, Bollagörðum 8 fékk viðurkenningu fyrir vel skipulagðan og fallegan garð.

Íbúarnir að Látraströnd 46-50, Ólafur Már Sigurðsson og Sigrún Ægisdóttir, Kristinn Guðbjartsson og Laufey Hilmarsdóttir og Ingibjörg Árnadóttir, fengu viðurkenningu fyrir samstillt átak og snyrtimennsku í hvívetna. Látraströnd 46-50

Garður ársins var valinn garðurinn við húsið Skála en eigendur þess eru Anna Stefánsdóttir og Reynir Hólm Jónsson. Húsið var byggt árið 1946 og er sérlega snyrtilegt og vel viðhaldið eldra Garður ársins, Skálihús. Í umsögn dómnefndar segir meðal annars að „aðkoma að húsi sé falleg, allur gróður í rækt, grasflatir sérlega fallegar, fjölbreytni í plöntuvali, snyrtimennska og natni. Garður sem ber eigendum sínum gott vitni.“

Tré ársins var valið selja að Látraströnd 50. Tré ársins, selja

Gata ársins var valin Vallarbraut en við hana standa 24 hús. Mikil fjölbreytni er í húsagerð, allt frá Gata ársins, Vallarbrauteinbýlishúsum til fjögurra íbúða húsa. Garðar eru almennt í góðri rækt og snyrtimennska sömuleiðis. Við enda götunnar er opið svæði í eigu bæjarins. Elstu húsin eru síðan 1940 og þau yngstu síðan 1990.

Garðaskoðun framkvæmdu Ingimar Sigurðsson, umhverfisnefnd, Stefán Bergmann, umhverfisnefnd, Hannes Richardsson, umhverfisnefnd, Sjöfn Þórðardóttir, Foreldrafélagi Mýrarhúsaskóla, Jóhanna Runólfsdóttir, Slysavarnadeild kvenna, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Soroptimistaklúbbi Seltjarnarness, Guðjón Jónsson, Lionsklúbbi Seltjarnarness og Steinunn Árnadóttir, garðyrkjustjóri.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?