Fara í efni

Gjaldskrár standa í stað eða lækka

Engar hækkanir eru áformaðar á þjónustugjöldum stofnana Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætlun ársins 2006. Allar gjaldskrár lækka því að raungildi á árinu þar sem þær munu ekki fylgja verðlagsþróun. Einnig eru dæmi um beinar krónutölulækkanir.

Mötuneyti MýrarhúsaskólaEngar hækkanir eru áformaðar á þjónustugjöldum stofnana Seltjarnarnesbæjar í fjárhagsáætlun ársins 2006. Allar gjaldskrár lækka því að raungildi á árinu þar sem þær munu ekki fylgja verðlagsþróun. Einnig eru dæmi um beinar krónutölulækkanir. Þannig lækkaði gjald fyrir skólamáltíðir í Mýrarhúsaskóla um tæplega 12% um áramótin þegar verð á hverri máltíð fór úr 265 krónum í 235 krónur.

Mötuneyti nemenda í Mýrarhúsaskóla hefur nú verið rekið í eitt og hálft ár og hefur þátttaka verið mjög góð. Um 85% nemenda eru nú í fastri mataráskrift sem gerir rekstrareininguna hagstæða. Velgengnina mötuneytisins má að stærstum hluta þakka starfsmönnunum og þá sérstaklega matreiðslumeistaranum sem þykir framreiða sérlega góðan og hollan mat


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?