Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur samþykkt samhljóða að auglýsa tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024, samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum, ásamt athugasemdum og umsögnum sveitarfélaga og stofnana sem borist hafa.
Aðalskipulagstillagan verður til sýnis frá og með 12. desember 2005 til og með 12. janúar 2006 á eftirtöldum stöðum: Á Bókasafni Seltjarnarness, hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 105 Reykjavík og hér á heimasíðu bæjarfélagsins.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hérmeð gefinn kostur á að gera skriflega athugasemdir við skipulagstillöguna og skulu þær hafa borist skrifstofu Seltjarnarnesbæjar eigi síðar en 27. janúar 2006. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir tillögunni.
Skjöl með þessari táknmynd er ekki aðgengilegt öllum notendum (til dæmis þeim sem nota skjálesara)
Auglýsing:
Tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024 - 59,4 km.
Fylgigögn:
Greinagerð - Stefnumörkun. Drög til auglýsingar. Greinagerð - Stefnumörkun. Drög til auglýsingar. 7,94
Skipulagsuppdráttur 983 kb
Skráðar minjar á Seltjarnarnesi 35,4 kb
Athugasemdir við Aðalskipulag:
Fornleifavernd ríkisins 27,3 kb
Garðabær 27,6
Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis 88,3 kb
Kópavogsbær 39 kb
Sveitarfélagið Álftanes 23 kb
Umhverfisstofun 234 kb