Fara í efni

Fasteignaálögur á Seltjarnarnesi áfram lægstar á höfuðborgarsvæðinu

Álagningarstuðlar fasteignagjalda á Seltjarnarnesi munu lækka annað árið í röð. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar lækkar fasteignaskattur úr 0.32% í 0.30% og vatnsgjald lækkar úr 0.13% í 0.115%. Í útreikningum bæjarins við gerð fjárhagsáætlunar var m.a. gengið út frá því að fasteignamat í sveitarfélaginu myndi hækka um 30% og voru álagningarstuðlar lækkaðir með tilliti til þess.

Fasteignaálögur á Seltjarnarnesi áfram lægstar á höfuðborgarsvæðinu

Álagningarstuðlar fasteignagjalda á Seltjarnarnesi munu lækka annað árið í röð. Samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar lækkar fasteignaskattur úr 0.32% í 0.30% og vatnsgjald lækkar úr 0.13% í 0.115%. Í útreikningum bæjarins við gerð fjárhagsáætlunar var m.a. gengið út frá því að fasteignamat í sveitarfélaginu myndi hækka um 30% og voru álagningarstuðlar lækkaðir með tilliti til þess. Með þessari aðgerð er ljóst að kostnaður fasteignaeignenda á Seltjarnarnesi verður fyrirsjáanlega hinn lægsti á höfuðborgarsvæðinu að teknu tilliti til fyrirliggjandi lækkana fasteignagjalda annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er lagður á holræsaskattur á Seltjarnarnesi en það eitt sparar heimilum á Seltjarnarnesi tugi þúsunda í útgjöld á ári.

Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness hinn 14. desember s.l. lét meirihluti Sjálfstæðisflokks jafnframt bóka að yrði fasteignamat verulega hærra er mat yfirfasteignamatsnefndar lægi fyrir í lok árs eða í byrjun árs 2006 mundi meirihlutinn fara yfir málið að nýju til að fylgja eftir stefnu sinni um lágar álögur á bæjarbúa.

Með því að smella hér má sjá tvö dæmi um kostnað íbúðaeigenda vegna fasteignagjalda á höfuðborgarsvæðinu, annars vegar í 150 m2 íbúð í fjölbýli og hins vegar í 250 m2 sérbýli. Fasteignamat miðast við raunveruleg dæmi af Seltjarnarnesi að viðbættu 30% álagi til að mæta væntri hækkun fasteignamats FMR fyrir eignir á höfuðborgarsvæðinu.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?