17.02.2006
RSS-fréttaþjónusta á seltjarnarnes.is
Opnað hefur verið fyrir svokallað RSS.
efnisveitu á heimasíðu Seltjarnarnesbæjar. Þar er um að ræða efnisveitu er gerir fólki kleift að fá sjálfvirkt yfirlit yfir nýtt efni á vef Seltjarnarnesbæjar. Hægt er að fá RSS straum af fréttasíðu bæjarins, fundargerðum, samþykktum, skýrslum og útgáfu, fréttum af skipulagsmálum, fréttum af bókasafni, fréttum af grunnskóla og fréttum af leikskólum. Hnappa sem vísa á efnisveituna er að finna efst og neðst á síðunni. Merktar RSS-veitur.
15.02.2006
Fjölsóttar kynningar um opið ljósleiðaranet
Alls sóttu rúmlega 200 manns kynningarfundi um opið ljósleiðaranet sem haldnir voru á föstudaginn. Um var að ræða annars vegar morgunverðarfund Viðskiptaráðs Íslands og hins vegar kynningu í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur.
10.02.2006
Leiksýningar hjá 1. bekk Grunnskóla Seltjarnarness
Síðustu daga hafa nemendur í 1. bekkjum boðið foreldrum í heimsókn í skólann til að fylgjast með kynningu á verkefni um álfa, sem þeir hafa unnið að undanfarinn mánuð.
09.02.2006
Íþróttaskóli Gróttu í boði fyrir 5 ára börn á Seltjarnarnesi
Skólanefnd Seltjarnarness hefur veitt Gróttu styrk til að starfrækja íþróttaskóla fyrir 5 ára börn í leikskólum Seltjarnarness. Íþróttaskólinn er skipulagður þannig að börnunum er skipt í þrjá hópa og fær hver hópur kynningu á þeim íþróttagreinum sem hægt er að stunda hjá félaginu.
09.02.2006
Bein útsending frá kynningu á opnu ljósleiðaraneti
Klukkan 10:30 í dag fer fram kynning á opnu ljósleiðaraneti í ráðstefnusal Orkuveitu Reykjavíkur. Viðburðurinn verður sendur út á netinu og er hægt að fylgjast með honum með því að smella á þessa slóð: http://straumur.nyherji.is/orka.asp.
07.02.2006
Athugasemd frá skólaskrifstofu Seltjarnarnesbæjar
Í DV í dag birtist samantekt blaðsins um kostnað í nokkrum sveitarfélögum vegna dagvistargjalda. Þar er að finna rangar upplýsingar um kostnað foreldra á Seltjarnarnesi vegna dvalar á leikskólum bæjarins. Í umræddri samantekt er gjald fyrir 8 tíma dvöl á leikskólum bæjarins sagt nema 30.510 krónum á mánuði og því talið hið hæsta í samanburðinum.
02.02.2006
Vorverkin hafin
Veðrið hefur leikið við Seltirninga líkt og aðra íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarnar vikur. Hlýindin að undanförnu hafa einnig gert það að verkum að fjölær blóm og trjágróður hefur byrjað að springa út.
31.01.2006
Tilraun um hverfavörslu skilar frábærum árangri
Í október síðast liðnum hafði bæjarstjórn Seltjarnarness frumkvæði að því að hefja tilraunaverkefni um hverfagæslu og var samið við Securitas um framkvæmdina. Markmið verkefnisins var að sporna gegn innbrotum og skemmdarverkum í bænum.
30.01.2006
Leikskólabörn heimsækja Mýrarhúsaskóla
Nú standa yfir heimsóknir elstu barnanna í leikskólunum í Mýrarhúsaskóla. Heimsóknirnar eru liður í að skapa betri samfellu og samvinnu á milli skólastiganna.
27.01.2006
Hugmyndafræði Seltjarnarness kynnt á UT-deginum
Upplýsingatæknidagurinn, UT-dagurinn, var haldinn í fyrsta sinn þann 24. janúar. Tilgangur dagsins var að vekja athygli á þeim tækifærum sem Íslendingar hafa á sviði upplýsingatækni, upplýsingatækniiðnaðar og fjarskipta.