Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli
21.10.2005

Fyrsta skóflustungan að nýjum gervigrasvelli

Í gær hófst formlega bygging á nýjum og fullkomnum gervigrasvelli, ásamt minni æfingavelli, við Suðurströnd á Seltjarnarnesi. Fyrstu skóflustunguna að vellinum tóku ungir iðkendur úr íþróttafélagi bæjarins, Gróttu. Unnið verður að krafti við völlinn á næstunni með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist eigi síðar en í maí 2006.
Opið gagnaflutningsnet besta leiðin til að tryggja jafnræði
20.10.2005

Opið gagnaflutningsnet besta leiðin til að tryggja jafnræði

Fulltrúum Seltjarnarnesbæjar var í haust boðin þátttaka á alþjóðlegri ráðstefnu Cisco Systems um framtíðarsýn svæða-, borgar og bæjarstjórna um framtíðarmöguleika internettækni í tengslum við opinbera stjórnsýslu og þjónustu við íbúa.
Vel heppnaður skipulagsdagur
19.10.2005

Vel heppnaður skipulagsdagur

Opinn skipulagsdagur var haldinn á Eiðistorgi í gær þar sem kynnt var tillaga að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024. Á staðnum voru skipulagsráðgjafar ásamt fulltrúum frá skipulags- og mannvirkjanefnd og svöruðu þeir fyrirspurnum og tóku við ábendingum.
Skipulagsdagur á Eiðistorgi
18.10.2005

Skipulagsdagur á Eiðistorgi

Í dag milli klukkan 16 og 21 munu ráðgjafar og fulltrúar frá skipulags- og mannvirkjanefnd verða á Eiðistorgi og taka við ábendingum og svara fyrirspurnum varðandi tillögu að aðalskipulagi Seltjarnarness 2006-2024.
Heimili á Seltjarnarnesi tengd internetinu yfir ljósleiðara OR
17.10.2005

Heimili á Seltjarnarnesi tengd internetinu yfir ljósleiðara OR

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur gert samning við Hive, Hringiðuna og Skýrr um sölu á internetþjónustu til heimila sem tengjast ljósleiðaraneti OR og eru heimili á Seltjarnarnesi byrjuð að nýta þá þjónustu. Á næstunni er búist við að samningar takist við fleiri aðila um sölu á slíkri þjónustu.
Fjölsótt skólaþing
13.10.2005

Fjölsótt skólaþing

Alls sótti á þriðja hundrað manns vel heppnað skólaþing í húsnæði Valhúsaskóla í gær. Á þinginu voru meðal annars lögð drög að framtíðarumgjörð um skólastarf í leik-, grunn- og tónlistarskóla bæjarins.
Athafnasvæði við Bygggarða verður íbúabyggð samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi
12.10.2005

Athafnasvæði við Bygggarða verður íbúabyggð samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi

Samkvæmt drögum að nýju aðalskipulagi Seltjarnarness sem nú er til umfjöllunar og nefndum og stjórnsýslu bæjarins er stefnt að því að reist verði íbúðabyggð við Bygggarða á tímabilinu 2006-2024. Samtals er svæðið sem afmarkað er fyrir nýja íbúðabyggð um 3 hektarar að stærð en gert er ráð fyrir lágreistri, þéttri íbúabyggð.
Heitur reitur á Bókasafni Seltjarnarness
10.10.2005

Heitur reitur á Bókasafni Seltjarnarness

Seltjarnarnesbær hefur samið við Og Vodafone um að bjóða upp á svo kallaðan „heitan reit“ eða þráðlausa háhraða internettengingu, á Bókasafni Seltjarnarness.
Sameiginlegur fræðslufundur skóla á Seltjarnarnesi
07.10.2005

Sameiginlegur fræðslufundur skóla á Seltjarnarnesi

Á skipulagsdegi skólanna á Seltjarnarnesi þann 6. október var haldinn sameiginlegur fræðslufundur, fyrir starfsfólk í leikskólum, grunnskóla, skólaskjóli, tónlistarskóla og Selinu.
Nýr drykkjarfontur við Norðurströnd
04.10.2005

Nýr drykkjarfontur við Norðurströnd

Nýlega var lokið uppsetningu og frágangi við nýjan drykkjarfont við Norðurströnd. Um er að ræða þriðja vatnsfontinn með þessu sniði sem reistur er í bænum.
Fréttir af Selinu
03.10.2005

Fréttir af Selinu

Selið hóf vetrarstarf sitt 19. september eftir stórtæka andlitslyftingu og viðgerðir á húsnæði. Opnunarball var haldið 22. september þar sem hljómsveitirnar Nóbel og Child tróðu upp ásamt DJ-Daða og DJ-Sæma. Mikil og góð stemning var á ballinu enda húsið troðfullt af frábærum unglingum.
Gott samstarf skólaskrifstofa sveitarfélaga um námskeiðahald
30.09.2005

Gott samstarf skólaskrifstofa sveitarfélaga um námskeiðahald

Skólaskrifstofur Seltjarnarness, Garðabæjar, Kópavogs og Mosfellsbæjar hafa á undanförnum árum staðið fyrir námskeiðum fyrir starfsfólk leikskólanna í sveitarfélögunum.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?