Fara í efni

Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2005

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur kannaði útbreiðslu og þéttleika varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2005, eins og gert hefur verið annað hvort ár að undanförnu.

MargæsirMargæsir lenda á Golfvelli Seltjarnarness 7. maí 2005 (c) Jóhann Óli Hilmarsson

Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur kannaði útbreiðslu og þéttleika varpfugla á Seltjarnarnesi sumarið 2005, eins og gert hefur verið annað hvort ár að undanförnu.

Helstu niðurstöður hans eru m.a. að kríuvarp er enn í aukningu en varpið telur 4.550 pör, sem er 43% aukning frá árinu 2003 og var fjölgunin mest í Gróttu. Afkoma kríuunga var í slöku meðallagi þetta árið og er ætisskorti kennt um.

Æðarfugl er annar algengasti varpfuglinn á Nesinu. Í Gróttu voru taldar æðarkollur með unga svo og æðarhreiður og fundust 15 hreiður og þar sáust 47 kollur með unga. Talið er að þær komi frá Álftanesi, Akurey, Engey eða annars staðar úr nágrenninu, en þær fara nokkuð víða í ætisleit. Ýmsar andategundir áttu sér bústað við Bakkatjörn og víðar og er talið að þær hafi verið um 140 talsins. Varpafkoma anda var fremur slök, en mófuglum virtist vegna betur.

Margæs var mjög áberandi þetta vorið. Hún er hér umferðarfugl, sem hefur hér viðkomu á leið milli varpstöðva á Írlandi og víðar í Vestur-Evrópu og varpstöðva á Íshafseyjum í Kanada. Ýmsir aðrir fuglar eiga sér búsetu á Seltjarnarnesi en aðrir eiga hér stutt stopp.

Sjá nánar skýrslu Jóhanns Óla Hilmarssonar: Varpfuglar á Seltjarnarnesi sumarið 2005 Pdf skjal 304 kb.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?