Fara í efni

Forvarnarverkefnið Hugur og heilsa verðlaunað

Í desember s.l. var hlaut Eiríkur Örn Arnarson höfundur forvarnarverkefnisins Hugur og heilsa verðlaunin „Upp úr skúffunum“ sem veitt eru í samstarfi Rannsóknarþjónustu HÍ, Tæknigarðs, rektors HÍ og A&P Árnasonar einkaleyfastofu.

Eiríkur Örn Arnarsson við mótttöku verlaunaÍ desember s.l. var hlaut Eiríkur Örn Arnarson höfundur forvarnarverkefnisins Hugur og heilsa verðlaunin „Upp úr skúffunum“ sem veitt eru í samstarfi Rannsóknarþjónustu HÍ, Tæknigarðs, rektors HÍ og A&P Árnasonar einkaleyfastofu. Skólanefnd Seltjarnarness hóf stuðning við verkefnið þegar við upphaf þess árið 1999 er Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, var formaður nefndarinnar. Síðan þá hefur nemendum Valhúsaskóla árlega verið boðið upp á forvarnarnámskeið gegn þunglyndi.

Tilgangur verkefnisins er þróa heildrænt kerfi sem auðveldar starfsfólki í félags-, skóla og heilbrigðisgeiranum að veita ungu fólki markvissa aðstoð til að koma í veg fyrir þunglyndi. Það er gert með því að meta áhættuþætti og veita ráðgjöf varðandi þá þau viðhorf og venjur sem síðar á lífsleiðinni geta leitt til þunglyndis. Aðferðafræðin og námsefnið hefur verið þróað og prófað með góðum árangri. Eftirfylgni með þeim sem setið hafa námskeið hefur sýnt að einungis 4,5% þeirra hafa þróað með sér mörg einkenni þunglyndis, en til samanburðar hafa um 19,5% þeirra sem ekki hafa setið námskeið þróað með sér þessi einkenni þunglyndis.

Þunglyndi er alvarlegt vandamál. Talið er að um helmingur ungmenna sem greinast með mörg einkenni þunglyndis á aldrinum 14-15 ára fái sitt fyrsta þunglyndiskast fyrir tvítugt. Neikvæður þankagangur sem einkennir þunglyndi er talinn mótast á táningsaldri. Verkefnið styðst við aðferðir hugrænnar ateferlismeðferðar (HAM) í meðferð þunglyndis og er sjónum beint að viðbrögðum ungmenna við vandamálum. Námsefni sem hefur verið þróað miðar að því að kenna unglingum að taka á niðurrifshugsunum og neikvæðum skýringarstíl; með því að hafa áhrif á hugsun og hegðun og þannig sé hægt að breyta líðan. Félagsfærni er þjálfuð og úrlausn vandamála kennd. Um hópstarf er að ræða, ungmennin vinna saman, fá fræðslu og leiðbeiningar.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?