Fara í efni

Rafrænt Seltjarnarness opnar

Ný rafræn þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar hefur verið tekin í notkun og boðar nokkur tímamót í þjónustu bæjarins við íbúa. Seltirningar geta nú rekið erindi sín við stjórnsýslu og stofnanir bæjarins á rafrænan hátt og sparað sér með því sporin.

Rafrænt SeltjarnarnesNý rafræn þjónustugátt Seltjarnarnesbæjar hefur verið tekin í notkun og boðar nokkur tímamót í þjónustu bæjarins við íbúa. Seltirningar geta nú rekið erindi sín við stjórnsýslu og stofnanir bæjarins á rafrænan hátt og sparað sér með því sporin. Íbúar geta þannig hvar og hvenær sem er sent inn umsóknir, séð greiðslustöðu sína gagnvart bæjarfélaginu og sent inn erindi svo eitthvað sé nefnt. Með því að skrá sig inn með notandanafni og aðgangsorði fá íbúar aðgang að eigin síðu á vefsvæði Seltjarnarnesbæjar. Allir sem eru 18 ára og eldri geta skráð sig og fá við nýskráningu lykilorð sent í heimabanka og með pósti. Vakin er athygli á því að allir landsmenn geta sótt um aðgang að þjónustugáttinni en það auðveldar þeim sem hyggjast flytja til bæjarins að sækja um þjónustu hjá bænum.

Við innskráningu stofnar hver og einn sitt einkasvæði á vefnum (Síðan mín) sem enginn annar hefur aðgang að. Þar eru geymd yfirlit yfir umsóknir og önnur erindi sem viðkomandi hefur sent rafrænt og þangað berast tilkynningar um framvindu þeirra mála sem eru í vinnslu. Enginn fær aðgang að þessu svæði nema með því að skrá sig inn með réttu nafni og lykilorði.Rafrænt Seltjarnarnes

Umsóknir um þjónustu Seltjarnarnesbæjar má nú finna á einum stað á þjónustutorginu. Þegar er hægt að sækja um alla þjónustu skóla í bæjarfélaginu með rafrænum og gagnvirkum hætti. Aðrar umsóknir munu bætast í þann hóp fljótlega. Umsóknir merktar með grænum punkti er hægt að senda rafrænt og fylgjast með framgangi þeirra í þjónustugáttinni. Umsóknir merktar með rauðum punkti eru á Word eða PDF formi og er hægt að prenta þær út og senda ýmist með pósti, tölvupósti eða á faxi.

Ef þörf krefur er auðvelt að fá aðstoð við útfyllingu umsókna í síma eða með tölvupósti. Bráðlega bætist síðan netspjall við. Með ljósleiðaravæðingu bæjarins mun einnig opnast aðgangur að þjónustusíðunum í sjónvarpi.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?