Fara í efni

Fimleikadeild Gróttu 20 ára

Fimleikadeild Gróttu hóf starfsemi sína haustið 1985 en deildin var formlega stofnuð 24. mars 1986 og fagnar því 20 ára afmæli.

Afmælissýning fimleikadeildar Gróttu - plakatFimleikadeild Gróttu hóf starfsemi sína haustið 1985 en deildin var formlega stofnuð 24. mars 1986 og fagnar því 20 ára afmæli. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessum tuttugu árum, fjöldi iðkenda margfaldast, aðstaðan batnað og margir komið við sögu við þjálfun og stjórnarstörf.

Góður árangur hefur náðst og margir titlar komnir í hús. Einstaklega ánægjulegt er að á árinu varð Gróttukonan Sif Pálsdóttir fyrst kvenna á Íslandi Norðurlandameistari í fjölþraut og náði einnig 18. sæti á Evrópumeistaramótinu nú í vor.

Að tilefni 20 ára afmælisins verða tvær afmælissýningar í íþróttahúsi Seltjarnarness laugardaginn 20 maí, sú fyrri kl. 13.00 og hin síðari kl. 16.00.

Allt fimleikafólk Gróttu kemur fram, fimleikamenn frá Gerplu og einnig frábært sirkusfólk frá Cirkus Circör Svíþjóð.

Forsala aðgöngumiða er í íþróttahúsi Seltjarnarness og kostar 500.- fyrir fullorðna, frítt fyrir börn.

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?