Fara í efni

Styttist í að keppt verði á gervigrasvellinum

Framkvæmdir við nýjan og glæsilegan gervigrasvöll við Suðurströnd ganga vel og styttist óðum í að hægt verði taka hann í notkun. Unnið er að krafti við völlinn með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist á nætunni.

Framkvæmdir við nýjan og glæsilegan gervigrasvöll við Suðurströnd ganga vel og styttist óðum í að hægt verði taka hann í notkun. Unnið er að krafti við völlinn með það fyrir augum að æfingar og keppni geti hafist á nætunni. Stúka við völlinn ásamt hlaupabraut verður síðan tekin í gagnið í maí 2007.

Gervigrasvöllur við Suðurströnd

Bygging gervigrasvallarins er liður í algerri endurnýjun á íþróttaaðstöðu í bæjarfélaginu en á næstu árum verður allt að 815 milljónum varið til viðhalds og nýbygginga íþróttamannvirkja á Seltjarnarnesi ýmist með einkaframkvæmd eða á vegum bæjarsjóðs. Meðal annars stendur til að reisa glæsilega líkamsræktarstöð sem rekin verður í tengslum við Sundlaug Seltjarnarness en laugin opnar eftir endurbætur næst komandi föstudag.

Gervigrasvöllur við Suðurströnd




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?