Fara í efni

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar 2005 komin út

Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005 er komin út og hefur verið dreift inn á hvert heimili eins og undanfarin þrjú ár. Í ársskýrslunni kemur meðal annars fram að rekstur bæjarsjóðs hefur sjaldan eða aldrei verið betri og hefur farið verulega batnandi allt kjörtímabilið.

Forsíða arsskýrslu 2006Ársskýrsla Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2005 er komin út og hefur verið dreift inn á hvert heimili eins og undanfarin þrjú ár.

Í ársskýrslunni kemur meðal annars fram að rekstur bæjarsjóðs hefur sjaldan eða aldrei verið betri og hefur farið verulega batnandi allt kjörtímabilið. Í ársreikningi má sjá að aðgát hefur verið sýnd í rekstri bæjarins en um leið hefur tekist að skila bestu afkomu í rúmlega 30 ára sögu bæjarfélagsins. Um leið hafa skattgreiðendur notið góðrar fjárhagsstöðu bæjarins með lækkun opinberra gjalda.

Samkvæmt yfirliti um sjóðstreymi styrkist veltufé frá rekstri bæjarsjóðs 63% á milli ára og eykst bolmagn bæjarins til framkvæmda og fjárfestinga að sama skapi. Veltufé frá rekstri í samstæðu hækkar einnig á milli ára eða um 60%.  

Ársskýrslan ber þannig með sér að vel hefur tekist til á síðasta ári og stöðugleiki ríkir í rekstri bæjarins á tímum mikilla framkvæmda. Afkoman batnar enn eitt árið og rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs er í ágætu samræmi við fjárhagsáætlun en slíkt ber vott um öfluga fjármálastjórn.

 

Ársskýrsluna má finna á slóðinni /stjornsysla/skyrslur/arsskyrslur/.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?