Fara í efni

Umhverfisráðherra staðfestir Aðalskipulag Seltjarnarness 2006-2024

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra staðfesti og undirritaði nýtt aðalskipulag Seltjarnarness þriðjudaginn 16. maí. Þar með er lokið umfangsmiklu skipulagsferli sem hófst með fjölmennu og vel heppnuðu íbúaþingi haustið 2002.

Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra staðfesti og undirritaði nýtt aðalskipulag Seltjarnarness þriðjudaginn 16. maí. Þar með er lokið umfangsmiklu skipulagsferli sem hófst með fjölmennu og vel heppnuðu íbúaþingi haustið 2002.

Við undirritunina sagði ráðherra meðal annars að ánægjulegt hefði verið hvernig íbúalýðræði var beitt á markvissan hátt þegar kosið var um skipulagsmál á Seltjarnarnesi síðast liðið sumar. Kosningin hafi orðið til þess að sátt skapaðist um skipulagsmál bæjarfélagsins og væri nýstaðfest Aðalskipulag til vitnis um það.


Einar Norðfjörð, Jónmundur Guðmarsson, Hlín Sverrisdóttir, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Ingimar Sigurðsson, Guðrún H. Brynjólfsdóttir, Sigríður Anna Þórðardóttir og Inga Hersteinsdóttir

Efri röð frá vinstri: Einar Norðfjörð, framkvæmdastjóri tækni- og umhverfissviðs, Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri, Hlín Sverrisdóttir, skipulagsfræðingur og Sigurborg Kr. Hannesdóttir, hjá Alta ehf. Neðri röð frá vinstri: Ingimar Sigurðsson, varaformaður skipulags- og mannvirkjanefndar, Guðrún H. Brynleifsdóttir, oddviti minnihluta, Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra og Inga Hersteinsdóttir, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar


Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri fagnaði tímamótunum og sagði að þó gerð skipulagsins hafi tekið nokkurn tíma væri það sem upp úr stæði hinn góði samhljómur sem skapast hefði um Aðalskipulagið í skipulags- og mannvirkjanefnd og bæjarstjórn.

Bæjarstjórn Seltjarnarness samþykkti fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Seltjarnarness 2006 – 2024 samhljóða á fundi sínum í febrúar síðast liðnum. Um er að ræða tillögu sem var auglýst og kynnt á heimasíðu sveitarfélagins, á bókasafni Seltjarnarness á Eiðistorgi og á Skipulagsstofnun frá 12. desember til 12. janúar síðast liðinn.

Athugasemdafrestur rann út þann 27. janúar síðast liðinn og bárust alls 4 bréf með athugasemdum. Bæjarstjórn fjallaði um og afgreiddi athugasemdirnar en þær leiddu til óverulegra breytinga á greinargerð aðalskipulagstillögunar. Aðalskipulagstillagan var síðan send Skipulagsstofnun sem gerði tillögu til umhverfisráðherra um staðfestingu skipulagsins.




Magnús Jóhannesson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Jónmundur Gumarsson og Inga Hersteinsdóttir

Frá vinstri: Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytis, Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri og Inga Hersteinsdóttir, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar.

Magnús Jóhannesson, Sigríður Anna Þórðardóttir, Jónmundur Gumarsson og Inga Hersteinsdóttir


Umsjón með gerð aðalskipulagsins hafði Alta ehf.

Einnig má finna upplýsingar á slóðinni www.seltjarnarnes.is/skipulagsmal/.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?