Sjálfstæðismenn styrktu stöðu sína á Seltjarnarnesi og bættu við sig manni í bæjarstjórn í kosningunum s.l. laugardag.
D-listi Sjálfstæðismanna fékk 67,2% atkvæða og fimm menn kjörna. N-listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness fékk 32,8% atkvæða og 2 menn kjörna.
Á kjörskrá voru 3.285. Greidd atkvæði voru 2.571 eða 78.27% kjósenda. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk samtals 1.676 atkvæði og N-listi Bæjarmálafélags Seltjarnarness samtals 817 atkvæði. Auðir seðlar voru 67 og ógildir 11.
Kjörnir aðalmenn í bæjarstjórn:
D Jónmundur Guðmarsson
D Ásgerður Halldórsdóttir
D Sigrún Edda Jónsdóttir
D Lárus B. Lárusson
D Þór Sigurgeirsson
N Guðrún Helga Brynleifsdóttir
N Sunneva Hafsteinsdóttir
Varamenn
D Ólafur Egilsson
D Sólveig Pálsdóttir
D Magnús Örn Guðmundsson
D Gunnar Lúðvíksson
D Ragnar Jónsson
N Árni Einarsson
N Brynjúlfur Halldórsson