Nú stendur yfir vinabæjarmót á Seltjarnarnesi. Þar mætast fulltrúar frá norrænum vinabæjum Seltjarnarness sem eru Nesodden í Noregi, Höganes í Svíþjóð, Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.
Nú stendur yfir vinabæjarmót á Seltjarnarnesi. Þar mætast fulltrúar frá norrænum vinabæjum Seltjarnarness sem eru Nesodden í Noregi, Höganes í Svíþjóð, Herlev í Danmörku og Lieto í Finnlandi.
Megin umjöllunarefni mótsins er rafræn stjórnsýsla og ljósleiðaravæðing. Mótið hófst á Bókasafni Seltjarnarness þar sem fulltrúar kynntu sín bæjarfélög. Meðal dagskráliða er kynnisferð um bæinn, heimsókn til Orkuveitu Reykjavíkur og ferð að Gullfossi, Geysi og til Þingvalla.