Fara í efni

Sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness

Hin árlega sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness var haldin 21. júní og fögnuðu þar starfsmenn og nemendur sumrinu. Dagurinn var nokkuð seinna á ferðinni en verið hefur sem helgast af því að júnímánuður hefur verið óvenju blautur þetta árið.

Börn að leik á sumarhátíð leikskólannaHin árlega sumarhátíð leikskóla Seltjarnarness var haldin 21. júní og fögnuðu þar starfsmenn og nemendur sumrinu. Dagurinn var nokkuð seinna á ferðinni en verið hefur sem helgast af því að júnímánuður hefur verið óvenju blautur þetta árið.

Hátíðin hófst með því að gengið var í skrúðgöngu frá leikskólunum við undirleik hljóðfæraleikara úr Selinu. Lögreglan var í fylgdarliði göngunnar og gætti þess að bilaumferð skapaði ekki hættu fyrir göngufólk. Í Bakkavör var sungið og ýmislegt gert sér til skemmtunar. Að lokum fengu allir drykk og góðgæti áður en haldið var tilbaka á leikskólana. Eins og venjulega var mikið fjör og sprell og allir skemmtu sér vel.

Hér má sjá myndir frá hátiðinni.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?