Fara í efni

Mikið um að vera hjá Listahópi Seltjarnarness

Listahópur Seltjarnarness sem stofnaður var í sumar saman stendur af hljómsveitinni Bertel! Gunnar Gunnsteinsson, Jason Egilsson, Ragnar Árni Ágústsson, Kjartan Ottóson og myndlistamönnunum Arnar Ásgeirsson og Styrmir Örn Guðmundsson.

Listahópur SeltjarnarnessListahópur Seltjarnarness sem stofnaður var í sumar saman stendur af hljómsveitinni Bertel! Gunnar Gunnsteinsson, Jason Egilsson, Ragnar Árni Ágústsson, Kjartan Ottóson og myndlistamönnunum Arnar Ásgeirsson og Styrmir Örn Guðmundsson.

Listahópur Seltjarnarness að störfumÞeir hafa komið víða við í bænum yfir sumarið s.s. skúlptúr gerð á leikjanámskeiðum, tónleika og listanámskeið á elliheimilinu, skrúðganga á sumarhátíð leikskólans, tvær vikur í listsköpun með unglingum úr vinnuskólanum og ýmsir leikir og fjör á sumarhátíð smíðavallarins við Valhúsaskóla í samstarfi með listahóp frá Kópavogi.

Listahópur Seltjarnarness að störfumHópurinn hefur líka staðið fyrir ýmsum uppákomum.

17 júní tóku Bertel tvö frumsamin lög á spænsku og Arnar og Styrmir voru með gjörning í gervi hollenskra listmálara.

7. júlí var allur hópurinn málaður með líkamsmálingu og framkvæmdur var gjörningur á Eiðistorgi þar sem fólk gat sett skiptimynnt í dall þá fengu áhorfendur stutt atriði frá hópnum.

21. júlí héldu Bertel tónleika á þaki sundlaugarinnar og spiluðu þekkt lög í jass/raggí búningi sundlaugagestum til mikillar ánægju.

Þó nokkur verkefni eru nú í gangi hjá hópnum, t.d. má sjá verk sem Arnar og Styrmir eru að mála á vegg hjá körfuboltavelli  Mýrarhúsaskóla.

Listahópur Seltjarnarness

Listahópur Seltjarnarness heldur hljómleika í Sundlaug Seltjarnarness

Listahópur Seltjarnarness að störfum


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?