Listahópur Seltjarnarness sem stofnaður var í sumar saman stendur af hljómsveitinni Bertel! Gunnar Gunnsteinsson, Jason Egilsson, Ragnar Árni Ágústsson, Kjartan Ottóson og myndlistamönnunum Arnar Ásgeirsson og Styrmir Örn Guðmundsson.
Þeir hafa komið víða við í bænum yfir sumarið s.s. skúlptúr gerð á leikjanámskeiðum, tónleika og listanámskeið á elliheimilinu, skrúðganga á sumarhátíð leikskólans, tvær vikur í listsköpun með unglingum úr vinnuskólanum og ýmsir leikir og fjör á sumarhátíð smíðavallarins við Valhúsaskóla í samstarfi með listahóp frá Kópavogi.
Hópurinn hefur líka staðið fyrir ýmsum uppákomum.
17 júní tóku Bertel tvö frumsamin lög á spænsku og Arnar og Styrmir voru með gjörning í gervi hollenskra listmálara.
7. júlí var allur hópurinn málaður með líkamsmálingu og framkvæmdur var gjörningur á Eiðistorgi þar sem fólk gat sett skiptimynnt í dall þá fengu áhorfendur stutt atriði frá hópnum.
21. júlí héldu Bertel tónleika á þaki sundlaugarinnar og spiluðu þekkt lög í jass/raggí búningi sundlaugagestum til mikillar ánægju.
Þó nokkur verkefni eru nú í gangi hjá hópnum, t.d. má sjá verk sem Arnar og Styrmir eru að mála á vegg hjá körfuboltavelli Mýrarhúsaskóla.