Fara í efni

Heimanámskerfið NemaNet tekið upp í Grunnskóla Seltjarnarness

Í vor var heimanámskerfið NemaNet kynnt fyrir nemendum í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness og fengu nemendur aðgangslykla að kerfinu sem er nýtt vefkerfi fyrir heimanám. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi er höfundur kerfisins og hefur hún fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að innleiða kerfið í einn grunnskóla og einn framhaldsskóla. Grunnskóli Seltjarnarness og Menntaskólinn við Sund verða þróunarskólar Nemanetsins á næstu árum.

Í vor var heimanámskerfið NemaNet kynnt fyrir nemendum í 9. og 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness og fengu nemendur aðgangslykla að kerfinu sem er nýtt vefkerfi fyrir heimanám. Ásta Kristrún Ragnarsdóttir námsráðgjafi er höfundur kerfisins og hefur hún fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að innleiða kerfið í einn grunnskóla og einn framhaldsskóla. Grunnskóli Seltjarnarness og Menntaskólinn við Sund verða þróunarskólar Nemanetsins á næstu árum.

Heimanámskerfið NemaNet hefur verið í þróun yfir fjögurra ára tímabil en kerfið byggir á námskenningu höfundar þess er hún birti í bókinni „Lærum að nema“ sem gefin var út af Máli og menningu árið 2004. Í takt við metnaðarfulla menntastefnu sýndi bæjarstjórn og fulltrúar menntamála í Seltjarnarnesbæ NemaNeti mikinn áhuga og í framhaldinu ákvað Ásta Kristrún að gera Grunnskóla Seltjarnarness, Valhúsaskóla að þróunarskóla grunnskólastigsins. Þær Rannveig Óladóttir námsráðgjafi og Brynja Margeirsdóttir kennari munu vinna að innleiðingu verkefnisins með höfundi. Nýafstaðin vorönn var nýtt sem einskonar upphitun og verkefnið kynnt öllum kennurum skólans en jafnframt fengu allir nemendur 9. og 10. bekkja ítarlega kynningu og aðgangslykla til reynslunotkunar. Næsta haust verður verkefnið síðan innleitt í öllum árgöngum unglingastigs. Innleiðingarferlið tekur mið af fræðslu fyrir foreldra um notkun kerfisins þannig að þeim gefist kostur til að taka þátt og styðja við börn sín í heimanáminu.

Þá skal þess getið að Ásta Kristrún hefur opnað þjónustu á Eiðistorgi sem ber nafnið Námsstofan. Í Námsstofunni eru haldin ýmis nemendamiðuð námskeið og önnur námskeið sem einnig eru af mannlegum toga.

Á myndinni eru frá vinstri: Brynja Margeirsdóttir, kennari, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, námsráðgjafi og höfundur NemaNets og Rannveig Óladóttir, námsráðgjafi.
Brynja, Ásta og Rannveig


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?