Fara í efni

Fjölmenni og fjör í Jónsmessugöngu.

Föstudagskvöldið 23.júní efndi menningarnefnd Seltjarnarness til Jónsmessugöngu. Gangan var fjölmenn að venju en það voru þau Heimir Þorleifsson sagnfræðingur og Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur sem fræddu göngufólk um útgerð og fornleifarannsóknir á Seltjarnarnesi.

Föstudagskvöldið 23.júní efndi menningarnefnd Seltjarnarness til Jónsmessugöngu. Gangan var fjölmenn að venju en það voru þau Heimir Þorleifsson sagnfræðingur og Margrét Hermanns Auðardóttir fornleifafræðingur sem fræddu göngufólk um útgerð og fornleifarannsóknir á Seltjarnarnesi.

Menningarnefnd bauð síðan upp á þjóðlegar veitingar sem göngufólk kunni vel að meta. Kvöldinu lauk með fjörubáli, harmónikkuleik og fjöldasöng. Söngurinn var óvenju kröftugur í ár enda mikil stemmning í fólki á þessu undurfagra kvöldi. Bálið logaði glatt með Gróttuna í baksýn. 

Jónsmessuganga 2006 - Heimir Þorleifsson og Sólveig Pálsdóttir ásamt göngufólki

Jónsmessuganga 2006 - við Nesstofu

Jónsmessuganga 2006

Jónsmessuganga 2006 - göngumenn þyggja veitingar

Jónsmessuganga 2006 - fjöldasöngur í fjörunni

Jónsmessuganga 2006 - Bjarki Harðarson

 

 




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?