Fara í efni

Ísland - Frakkland í beinni í íþróttahúsi Gróttu í fyrramálið

Í ljósi frábærs árangurs íslenska landsliðsins í handknattleik þá ætlar 
íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness í samvinnu við íþróttafélagið 
Gróttu að efna til fagnaðar í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í fyrramálið 
sunnudag 24. ágúst. Má meðal annars geta þess að Guðjón Valur Sigurðsson 
spilaði lengi með íþróttafélaginu Gróttu á yngri árum og má segja að 
ferill hans hafi tekið stórt stökk af Seltjarnarnesi í atvinnumennsku. Þá 
hafa Aleksander Petterson og Hreiðar Levy Guðmundsson einnig æft og spilað 
með Gróttu.
Í ljósi frábærs árangurs íslenska landsliðsins í handknattleik þá ætlar 
íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness í samvinnu við íþróttafélagið 
Gróttu að efna til fagnaðar í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í fyrramálið 
sunnudag 24. ágúst. Má meðal annars geta þess að Guðjón Valur Sigurðsson 
spilaði lengi með íþróttafélaginu Gróttu á yngri árum og má segja að 
ferill hans hafi tekið stórt stökk af Seltjarnarnesi í atvinnumennsku. Þá 
hafa Aleksander Petterson og Hreiðar Levy Guðmundsson einnig æft og spilað 
með Gróttu.
 
Úrslitaleikurinn  Ísland - Frakkland verður því í beinni útsendingu í 
íþróttahúsi Gróttu og verður sýndur á öllum flatskjám og á stóru tjaldi. 
ÍTS og Grótta bjóða áhorfendum til morgunverðar í Hátíðarsal Gróttu. Við 
viljum því hvetja fólk til að mæta og horfa á leikinn saman og styðja 
strákanna okkar til sigurs!
Húsið opnar kl. 7:15
Leikurinn hefst kl. 7:45
Áfram Ísland!
 Sjá nánar á http://grottasport.is/



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?