Fara í efni

Félagsþjónustusvið Seltjarnarnes minnir foreldra og börn á útivistarreglurnar.

Nú þegar skólinn er byrjaður þá er rétt að minna foreldra og börn á breyttan útivistartíma og hvetur Félagsþjónustan börn og foreldra þeirra að fara eftir þessum reglum. Einnig hvetur Félagsþjónustan foreldra að taka virkan þátt í foreldrarölti. Foreldraröltið hefur unnið frábært starf undandarin ár og er til fyrirmyndar.

Nú þegar skólinn er byrjaður þá er rétt að minna foreldra og börn á breyttan útivistartíma og hvetur Félagsþjónustan börn og foreldra þeirra að fara eftir þessum reglum. Einnig hvetur Félagsþjónustan foreldra að taka virkan þátt í foreldrarölti. Foreldraröltið hefur unnið frábært starf undandarin ár og er til fyrirmyndar.

Þátttaka barna í þroskandi félags- og tómstundarstarfi er góð forvörn og því vill Félagsþjónustusvið Seltjarnarnes vera í samstarfi við Íþrótta-, tómstunda- og – æskulýðssvið, Fræðslu og menningarsvið Seltjarnarnesbæjar og Lögregluna á Seltjarnarnesi til þess að efla forvarnarstarf bæjarins enn frekar.

Frá og með 1.sept tók í gildi vetrartíminn þar sem 12 ára og yngri mega vera úti til kl 20.00 á kvöldin og 13-16 ára til kl 22.00.

Útivistarreglur




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?