Fara í efni

Seltjarnarnes fordæmi annarra í hverfagæslu

Hverfagæsla sem tekin var upp að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness haustið 2005 virðist ætla að verða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fordæmi í eflingu íbúaöryggis. Áform eru uppi að fara að dæmi Seltirninga í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ svo vitað sé og jafnvel víða ef marka má heimildir Nesfrétta

Ásgeir P. Guðmundsson, Eiður Eiðsson, Björn Bjarnason, Jónmundur Guðmarsson, Guðmundur Arason og Vilhjálmur GuðmundssonHverfagæsla sem tekin var upp að frumkvæði bæjarstjórnar Seltjarnarness haustið 2005 virðist ætla að verða öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fordæmi í eflingu íbúaöryggis. Áform eru uppi að fara að dæmi Seltirninga í Reykjavík, Kópavogi og Mosfellsbæ svo vitað sé og jafnvel víða ef marka má heimildir Nesfrétta. Yfirmaður löggæslumála, Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, fagnar því meðal annars að Seltirningar geri sérstakar ráðstafanir til að efla öryggi íbúa sinna og segir mörg þeirra verkefna sem sinnt er í hverfagæslu ekki falla undir starfssvið lögreglu.

Óhætt er að segja að Seltirningar hafa tekið hverfagæslunni fagnandi eins og sjá mátti í frétt í júlíblaði Nesfrétta þar sem fram kom að um 97% íbúa eru ánægðir með þjónustuna.



Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?