Fara í efni

Hugað að umferðaröryggi við skóla bæjarins

Skólanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar hafa undanfarin ár staðið sameiginlega fyrir umferðarátaki meðal skólabarna í við upphaf og lok skólaársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á öryggi barnanna í umferðinni og reyna að draga úr mikilli umferð bifreiða við skólana.

UmferðarskiltiSkólanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar hafa undanfarin ár staðið sameiginlega fyrir umferðarátaki meðal skólabarna í við upphaf og lok skólaársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á öryggi barnanna í umferðinni og reyna að draga úr mikilli umferð bifreiða við skólana. Sett hafa verið upp varúðarskilti mynd af skólabörnum til að minna ökumenn á að gæta ýtrustu varkárni í umferðinni við upphaf skólaárs. Á skiltunum eru myndir af sex ára börnum sem eru að byrja í skóla ásamt texta sem minnir á að börnin eru óreynd í umferðinni og að vegfarendur þurfa að sýna fyllstu varkárni.

UmferðaskiltiNú þegar skólastarf er komið í fullan gang og styttist í að skammdegið gangi í garð er ástæða til að brýna fyrir þeim sem eru á ferðinni umhverfis skóla- og íþróttamannvirki bæjarins að sýna sérstaka aðgætni í umferðinni. Mikið er um að börnum sé ekið í skóla en slíkt skapar oft þunga umferð í kringum þá. Umferðarþunga í kringum skóla má auðveldlega minnka með því að hvetja börnin til að ganga í skólann eða hleypa þeim úr bílum við göngustíga í námunda við skólana í stað þess að keyra þau upp að dyrum.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?