Fara í efni

Umhverfisviðurkenningar Seltjarnarness 2008

Umhverfisnefnd Seltjarnarness stóð fyrir afhendingu umhverfisviðurkenninga 2008 við hátíðlega athöfn í Bókasafni bæjarins í gær.

Umhverfisnefnd Seltjarnarness stóð fyrir afhendingu umhverfisviðurkenninga 2008 við hátíðlega athöfn í Bókasafni bæjarins í gær.

Umhverfisviðurkenning 2008
Verlaunahafar ásamt Þór Sigurgeirssyni, formanni umhverfisnefndar(c) 2008 Ellen Calmon

Umhverfisviðurkenning 2008 - Tré ársinsVeittar voru viðurkenningar í fjórum flokkum auk sérstakrar viðurkenningar sem húsið Berg á Seltjarnarnesi hlaut fyrir einstaklega ræktanlegan garð sem vel hefur verið við haldið af sömu fjölskyldu í áratugi.

Tré ársins er Ilmreynir sem stendur við Lindarbraut 16.

Íbúar í raðhúsalengjunar við Selbraut 2-8 hlutu viðurkenningu fyrir bestu endurbætur á Umhverfisviðurkenning 2008 - Selbraut 2-8húsum og umhverfi. Umhverfisviðurkenning 2008 - Neströð

 


 


 

 

Gata ársins er Neströð þar sem götumyndin er heilsteypt og snyrtileg.
Umhverfisviðurkenning 2008 - Valhúsabraut 20Garður við Valhúsabraut 20 var valinn garður ársins og ber hann vott um ræktarsemi og umhyggju.

Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir nafngift á skrúðgarði sem stendur við Bakkavör og var nafnið Bakkagarður fyrir valinu, en þrír aðilar áttu hugmynd að því nafni og hlutu þeir viðurkenningu fyrir.




Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?