Umhverfisnefnd Seltjarnarness stóð fyrir afhendingu umhverfisviðurkenninga 2008 við hátíðlega athöfn í Bókasafni bæjarins í gær.
Verlaunahafar ásamt Þór Sigurgeirssyni, formanni umhverfisnefndar(c) 2008 Ellen Calmon
Veittar voru viðurkenningar í fjórum flokkum auk sérstakrar viðurkenningar sem húsið Berg á Seltjarnarnesi hlaut fyrir einstaklega ræktanlegan garð sem vel hefur verið við haldið af sömu fjölskyldu í áratugi.
Tré ársins er Ilmreynir sem stendur við Lindarbraut 16.
Íbúar í raðhúsalengjunar við Selbraut 2-8 hlutu viðurkenningu fyrir bestu endurbætur á húsum og umhverfi.
Gata ársins er Neströð þar sem götumyndin er heilsteypt og snyrtileg.
Garður við Valhúsabraut 20 var valinn garður ársins og ber hann vott um ræktarsemi og umhyggju.
Þá voru einnig veitt verðlaun fyrir nafngift á skrúðgarði sem stendur við Bakkavör og var nafnið Bakkagarður fyrir valinu, en þrír aðilar áttu hugmynd að því nafni og hlutu þeir viðurkenningu fyrir.