Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
27.10.2008

Bæjarstjórn Seltjarnarness - nýjar forsendur fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur snúið bökum saman og sammælst um nýjar forsendur fjárhagsáætlunar bæjarins á komandi ári í ljósi breyttra aðstæðna í efnahagslífinu. Bæjarstjórn Seltjarnarness ákvað á fundi sínum hinn 22. október sl. eftirfarandi: Gjaldskrár leikskóla, grunnskóla, heilsdagsskóla og almennrar velferðarþjónustu verða ekki hækkaðar. Engin hækkun verður á álagningarhlutfalli útsvars, nú 12,10%, né fasteignagjalda.
Fyrstu áföngum nýrrar skólalóðar lokið
10.10.2008

Fyrstu áföngum nýrrar skólalóðar lokið

Framkvæmdum við fyrstu áfanga skólalóðar Grunnskóla Seltjarnarness - Mýrarhúsaskóla er að ljúka þessa dagana en í áföngunum var reistur stór gervigrasvöllur og umhverfi norðan skólans tekið í gegn.
09.10.2008

Framkvæmdir við íþróttamannvirki bæjarins komnar langt

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir á undaförnum árum við íþróttamannvirki bæjarins og umhverfi þeirra. Skemmst er að minnast glæsilegra endurbóta á Sundlaug Seltjarnarness, byggingar gervigrasvallar og heilsuræktar World Class sem hafa stórlega bætt aðstöðu til íþróttaiðkunar og heilsueflingar fyrir bæjarbúa.
09.10.2008

Fréttatilkynning frá Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ( SSH ) hélt aukafund miðvikudaginn 8. október til að ræða og fara yfir þá alvarlegu stöðu sem upp er komin í efnahagslífi þjóðarinnar og áhrifa þeirrar stöðu á rekstur og afkomu sveitarfélaganna.
07.10.2008

Tónlistarskóli Seltjarnarness - í upphafi skólaárs

Í upphafi skólaárs Tónlistarskóla Seltjarnarness ber að ýmsu að huga. Uppgjör vegna skólagjalda áttu sér stað í lok ágústmánaðar. Nánari upplýsingar um tilhögun skólaársins 2008-2009 er hægt að nálgast í síma skólans 5959 235.

07.10.2008

Vefspjall við bæjarstjóra

Opnað hefur verið fyrir vefspjall við bæjarstjóra á vef bæjarins www.seltjarnarnes.is
15.09.2008

Viðburðardagatal á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar er öllum opin

Nýlega hefur viðburðadagatal verið opnað á vefsíðu Seltjarnarnesbæjar www.seltjarnarnes.is Viðburðardagatalið er opið öllum þeim sem vilja koma upplýsingum um viðburði sem viðkoma Seltjarnarnesbæ eða Seltirningum.
Aleksandra Babik færir Seltjarnarnesbæ olíumálverk að gjöf
11.09.2008

Aleksandra Babik færir Seltjarnarnesbæ olíumálverk að gjöf

Á Bókasafni Seltjarnarness sl. vor opnaði myndlistasýningin Innblástur Íslands með verkum eftir Aleksöndru Babik á Bókasafni Seltjarnarness. Í lok sýningarinnar ákvað Aleksandra að færa Seltjarnarnesbæ verk eftir sig að gjöf.
Hugað að umferðaröryggi við skóla bæjarins
10.09.2008

Hugað að umferðaröryggi við skóla bæjarins

Skólanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd Seltjarnarnesbæjar hafa undanfarin ár staðið sameiginlega fyrir umferðarátaki meðal skólabarna í við upphaf og lok skólaársins. Tilgangurinn er að vekja athygli á öryggi barnanna í umferðinni og reyna að draga úr mikilli umferð bifreiða við skólana.
Félagsþjónustusvið Seltjarnarnes minnir foreldra og börn á útivistarreglurnar.
05.09.2008

Félagsþjónustusvið Seltjarnarnes minnir foreldra og börn á útivistarreglurnar.

Nú þegar skólinn er byrjaður þá er rétt að minna foreldra og börn á breyttan útivistartíma og hvetur Félagsþjónustan börn og foreldra þeirra að fara eftir þessum reglum. Einnig hvetur Félagsþjónustan foreldra að taka virkan þátt í foreldrarölti. Foreldraröltið hefur unnið frábært starf undandarin ár og er til fyrirmyndar.
05.09.2008

Lækningaminjasafn Íslands rís senn á Seltjarnarnesi

Bæjarstjóri Seltjarnarness Jónmundur Guðmarsson, menntamálaráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þjóðminjavörður Margrét Hallgrímsdóttir, formaður Læknafélags Íslands Birna Jónsdóttir og Anna K. Jóhannsdóttir ritari Læknafélags Reykjavíkur tóku fyrstu skóflustunguna að byggingu Lækningaminjasafns Íslands nú í morgun, föstudaginn 5. september. Safnið kemur til með að rísa á safnasvæði Seltjarnarness við Nesstofu.

23.08.2008

Ísland - Frakkland í beinni í íþróttahúsi Gróttu í fyrramálið

Í ljósi frábærs árangurs íslenska landsliðsins í handknattleik þá ætlar 
íþrótta- og tómstundaráð Seltjarnarness í samvinnu við íþróttafélagið 
Gróttu að efna til fagnaðar í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi í fyrramálið 
sunnudag 24. ágúst. Má meðal annars geta þess að Guðjón Valur Sigurðsson 
spilaði lengi með íþróttafélaginu Gróttu á yngri árum og má segja að 
ferill hans hafi tekið stórt stökk af Seltjarnarnesi í atvinnumennsku. Þá 
hafa Aleksander Petterson og Hreiðar Levy Guðmundsson einnig æft og spilað 
með Gróttu.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?