Fara í efni

Aleksandra Babik færir Seltjarnarnesbæ olíumálverk að gjöf

Á Bókasafni Seltjarnarness sl. vor opnaði myndlistasýningin Innblástur Íslands með verkum eftir Aleksöndru Babik á Bókasafni Seltjarnarness. Í lok sýningarinnar ákvað Aleksandra að færa Seltjarnarnesbæ verk eftir sig að gjöf.

Á Bókasafni Seltjarnarness sl. vor opnaði myndlistasýningin Innblástur Íslands með verkum eftir Aleksöndru Babik á Bókasafni Seltjarnarness. Í lok sýningarinnar ákvað Aleksandra að færa Seltjarnarnesbæ verk eftir sig að gjöf.

“Litir eru líf mitt og yndi. Hún endurfæðir mig og nærir.” Segir Aleksandra Babik. Sandra, eins og hún kallar sig, er fædd í Skopje, höfuðborg Makedóníu. Hún ólst upp í mjög listelskri fjölskyldu og byrjaði að ung að teikna. Afi hennar var listamaður og í raun hennar fyrsti listgreinakennari þar sem hann kynnti hana fyrir heimi forms og lita.

Sandra kom til Íslands árið 1999 til að læra olíumálun við Listaháskóla Íslands en ákvað að ljúka fyrst við mastersgráðu í fjármálafræði frá Háskóla Íslands en gaf aldrei listina upp á bátinn. Hún nam í fyrstu við einkaskóla og fékk þar einkakennslu einna bestu listamanna Makedóníu. Árið 1999 fékk Sandra sína fyrstu viðurkenningu fyrir hópsýningu sem nefndist „Ungir og efnilegir listamenn“.

Sandra býr á Seltjarnarnesi, sem hún segir uppsprettu innblásturs í listsköpun sinni. Myndir hennar má finna á einkasöfnum í Bandaríkjunum, Svíþjóð, Hollandi, Makadóníu og auðvitað á Íslandi.Jónmundur Guðmarsson og Aleksandra Babik

Á meðfylgjandi má sjá Jónmund Guðmarsson bæjarstjóra veita verki Söndru “Winter Aquarium” – 2008 viðtöku á Bókasafni Seltjarnarness nú í september 2008


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?