Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
19.01.2009

Finnur Ingi Stefánsson valinn Íþróttamaður Gróttu 2008

Finnur Ingi var útnefnur Íþróttamaður Gróttu á miðvikudaginn við hátíðlega athöfn í Hátíðarsal Gróttu.

19.12.2008

Seltjarnarnesbær styrkir starfsemi BUGL

Í stað þess að senda jólakort eins og Seltjarnarnesbær hefur gert um árabil var ákveðið í ár að láta andvirði jólakorta og sendingarkostnaðar renna til starfsemi Barna- og unglingageðdeildar og styrkja þannig gott málefni

16.12.2008

Aðventukvöld aldraðra í boði Selkórsins

Selkórinn hélt sitt árlega aðventukvöld aldraðra sl. miðvikudag og bauð þá eldri bæjarbúum til söngveislu. Kórinn söng nokkur lög undir stjórn Jóns Karls Einarsson þá fluttu börn úr Tónlistarskóla Seltjarnarness einnig jólalög.
11.12.2008

Eldri Seltirningum er boðið í skötuveislu

Jólahátíðin nálgast hratt með tilheyrandi hátíðarhöldum og ánægjustundum. Af því tilefni býður bæjarstjórn öllum Seltirningum 70 ára og eldri til skötuveislu í Félagsheimili Seltjarnarness á Þorláksmessu.
Framkvæmdir á aðkomu á íþróttasvæði að ljúka
09.12.2008

Framkvæmdir á aðkomu á íþróttasvæði að ljúka

Miklar endurbætur hafa átt sér stað á aðkomu og umhverfi Sundlaugar Seltjarnarness, fótboltavallar og heilsugæslunnar á árinu. Er nú verið að leggja lokahönd á hellulögn við hús heilsugæslunnar sem er prýði af. Framkvæmdum verður lokið á næstunni.
Jólastemming á Seltjarnarnesi
05.12.2008

Jólastemming á Seltjarnarnesi

Tendruð voru ljós á jólatré sem stendur í nálægð við leikskóla bæjarins. Er tendrun jólaljósanna árlegur viðburður þar sem öll leikskólabörn á Seltjarnarnesi mæta við athöfnina og syngja jólalög.
Vel heppnuð höfundakynning
04.12.2008

Vel heppnuð höfundakynning

Það var vel mætt á höfundakynningu í Eiðisskeri 18. nóvember sl. þegar Ármann Jakobsson, Árni Bergmann, Ólafur Haukur Símonarson og Ævar Örn Jósepsson lásu úr nýútkomnum verkum sínum
Framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar
01.12.2008

Framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar

Birgir Finnbogason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar, varð hann fyrir valinu af þeim ríflega 30 sem sóttu um starfið.
01.12.2008

Vefur Seltjarnarnesbæjar í jólabúning

 Vefur Seltjarnarnesbæjar er nú í fyrsta skipti í jólabúningi með aðstoð nemenda úr 4. og 5. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness.

Jólatré Seltjarnarnesbæjar
28.11.2008

Jólatré Seltjarnarnesbæjar

Nú er verið að setja niður jólatré bæjarins sem verða alls átta talsins og verða staðsett víðs vegar um bæinn. Fjögur þeirra eru ræktuð á Seltjarnarnesi. Þessi fjögur tré verða sett á lóðina við Mýrarhúsaskóla, nýja torgið við heilsugæslustöðina, opið svæði við Nesveg og Skerjabraut og fjórða tréð fer á flötina þar sem Lindarbraut og Suðurströnd mætast.
Árleg íþróttahátíð leikskólanemenda á Seltjarnarnesi
26.11.2008

Árleg íþróttahátíð leikskólanemenda á Seltjarnarnesi

Árleg íþróttahátíð leikskólanemenda á Seltjarnarnesi var haldin í íþróttahúsi Gróttu í lok októbermánaðar. Nemendur leikskólanna Mánabrekku og Sólbrekku nutu sín vel í hinum ýmsu tækjum sem finnast í íþróttasalnum, klifruðu í rimlum, stukku yfir hestinn, hoppuðu á trompólíni og flugu ofan í fimleikagryfjuna.
Í fararbroddi rafrænnar stjórnsýslu
26.11.2008

Í fararbroddi rafrænnar stjórnsýslu

Ljósleiðaraverkefni Seltjarnarnesbæjar sem og sú þjónusta sem bærinn veitir með rafrænum hætti hefur vakið athygli erlendis um nokkurt skeið en bærinn hefur verið meðlimur í alþjóðlegum samtökum rafrænna borga.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?