Fara í efni

Jón H. Björnsson hitaveitustjóri kveður

Jón H. Björnsson hitaveitustjóri lauk störfum fyrir Seltjarnarnesbæ á dögunum þá hafði Jón starfað hjá Hitaveitu Seltjarnarness frá 1. júní 1971 og verið starfsmaður bæjarins í 39 ár.

Sigrún Halla Gísladóttir og Jón H. BjörnssonJón H. Björnsson hitaveitustjóri lauk störfum fyrir Seltjarnarnesbæ á dögunum þá hafði Jón starfað hjá Hitaveitu Seltjarnarness frá 1. júní 1971 og verið starfsmaður bæjarins í 39 ár.

Jóni til heiðurs var kveðjukaffi á bæjarskrifstofunum þar sem nánasta samstarfsfólk Jóns kvaddi hann ásamt Sigurgeiri Sigurðarsyni fyrrverandi bæjarstjóra ofl.

Jónmundur Guðmarsson bæjarstjóri þakkaði Jóni óeigingjarnt starf og tryggð við bæinn í öll þau ár sem hann hefur starfað þar.

Stefán Eiríkur Stefánsson tekur við starfi Jóns en Hitaveitan fellur undir Tækni- og umhverfissvið bæjarins.Kristín Ásgeirsdóttir og Jón H. Björnsson

 


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?