Fara í efni

Nýtt knattspyrnuhús vigt

Þann 22. apríl síðastliðinn fór fram formleg vígsla á glæsilegu knattspyrnumannvirki við gervigrasvöllinn við Suðurströnd. Tilkoma mannvirkjanna markar tímamót í sögu knattspyrnunar á Seltjarnarnesi sem vert er að fagna.
Hilmar Sigurðsson, Lárus B Lárusson og Jónmundur Guðmarsson

Þann 22. apríl síðastliðinn fór fram formleg vígsla á glæsilegu knattspyrnumannvirki við gervigrasvöllinn við Suðurströnd. Tilkoma mannvirkjanna markar tímamót í sögu knattspyrnunar á Seltjarnarnesi sem vert er að fagna. Seltjarnarnesbær hefur lengi lagt metnað sinn í að búa kraftmiklu íþrótta- og tómstundastarfi góða aðstöðu.

Mannvirkið samanstendur af glæsilegu og björtu vallarhúsi, aðskilin 300 manna stúka og að auki nokkur fjöldi viðbótarbílastæða sem sköpuðust við framkvæmdina. Lögð var áhersla á að samtvinna bæði fagurt og vistlegt mannvirki með miklu notagildi, innan sem utan á einu fallegasta svæði bæjarins.

Vallarhúsið er tæpir fimm hundurð fermetrar og inniheldur fjóra stóra og rúmgóða búningsklefa ásamt tveimur dómaraklefum, vinnuaðstöðu starfsmanna og þjálfara, áhaldageymslur, tæknirými, snyrtingar og jafnframt myndarlega félags- og veitingaaðstöðu.  Bæjaryfirvöld ásamt íþrótta- og tómstundaráði áttu mjög ánægjulegt og farsælt samstarf við knattspyrnudeild Gróttu allan undirbúings- og framkvæmdatíman.

Vígsla knattspyrnuhúss Vígsla knattspyrnuhúss


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?