Fara í efni

Fjölskyldudagar á Seltjarnarnesi og úti í Gróttu

Fjölskyldudagarnir sem haldnir voru á Seltjarnarnesi og úti í Gróttu helgina 25. og 26. apríl tókust vel. Sjóræningja- og bátasmiðjurnar voru vinsælar af yngri kynslóðinni og margir nýttu sér tækifærið og heimsóttu Nesstofu, skoðuðu náttúrugripasafnið í Valhúsaskóla

Fjölskyldudagarnir sem haldnir voru á Seltjarnarnesi og úti í Gróttu helgina 25. og 26. apríl tókust vel.

Sjóræningja- og bátasmiðjurnar voru vinsælar af yngri kynslóðinni og margir nýttu sér tækifærið og heimsóttu Nesstofu, skoðuðu náttúrugripasafnið í Valhúsaskóla, komu við í bókasafninu, kíktu á listaverkið Kviku við hákarlaskúrinn eða kynntu sér upplýsingastandinn í sundlauginni.

Fjöldi fólks tók þátt í þessum skemmtilega ratleik og hefur þegar skilað inn stimpluðum "Vegabréfum".

Dregið verður úr réttum svörum á næstu dögum og haft verður samband við vinningshafa fljótlega.

Gróttudagur 2009 Gróttudagur 2009


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?