Fara í efni

Bæjarstjóri Seltjarnarness verður Ásgerður Halldórsdóttir

Á  fundi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seltjarnarness og stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hinn 16. júní var einróma samþykkt að fela Ásgerði Halldórsdóttur, forseta bæjarstjórnar og 2. fulltrúa á framboðslista Sjálfstæðisflokksins,  starf bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar.

Ásgerður HalldórsdóttirÁ  fundi bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Seltjarnarness og stjórnar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hinn 16. júní var einróma samþykkt að fela Ásgerði Halldórsdóttur, forseta bæjarstjórnar og 2. fulltrúa á framboðslista Sjálfstæðisflokksins,  starf bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar.

Ásgerður er viðskiptafræðingur og starfar nú sem forstöðumaður fjárhagsdeildar Íslandsbanka, áður starfaði hún sem forstöðumaður hjá Tryggingamiðstöðinni.  

Ákvörðun þessa efnis verður kynnt á fundi Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi, sem boðað verður til síðar í víkunni.

Jónmundur Guðmarsson, oddviti D- lista Sjálfstæðisflokks og bæjarstjóri.

Gunnar Lúðvíksson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi.

Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?