21.04.2009
Þjónustukort í boði á Seltjarnarnesi fyrir atvinnulausa eða fólk í skertu starfshlutfalli
Þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu snerta einnig íbúa á Seltjarnarness eins og aðra landsmenn. Á fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í lok mars var ákveðið að Seltjarnarnesbær myndi hafa frumkvæði að því að fylgjast með þróun atvinnuástandsins meðal íbúa bæjarins og leita leiða til að koma til móts við þá sem misst hafa vinnu sína á síðustu misserum.
20.04.2009
Ferðafagnaður í Nesstofu, Lyfjafræðisafninu og gönguferð í Gróttu
Seltjarnarnesbær tók þátt í Ferðafagnaði sem er samstarfsverkefni ferðaþjónustuaðila á Suðvesturhorni landsins og er ætlað að kynna þá ferðaþjónustu og afþreyingu sem er í boði fyrir ferðamenn ekki síst íslenska ferðamenn.
14.04.2009
Bæjarlistamaður Seltjarnarness fyrsta konan til að flytja Passíusálmana í heild sin
Bæjarlistamaður Seltjarnarness Ragnheiður Steindórsdóttir leikkona er fyrsta konan til að flytja Passíusálma Hallgríms Péturssonar í heild.
06.04.2009
Seltjarnarnesbær býður atvinnulausum upp á þjónustukort
Nýlega gerði Seltjarnarnesbær samning við World Class um þjónustu við atvinnulausa.
26.03.2009
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar 2008 – 2009
Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin í gær þriðjudaginn 24. mars í sal Tónlistarskóla Garðabæjar.
24.03.2009
Útsvar hækkar ekki á Seltjarnarnesi
Samkvæmt samantekt Alþýðusambands Íslands er Seltjarnarnes eitt fárra sveitarfélaga á landinu sem ekki hækkaði útsvar eða aðra skattheimtu um áramótin.
20.03.2009
Jafnréttisviðurkenning Seltjarnarness 2009
Jafnréttisnefnd Seltjarnarnesbæjar veitti Lyfjastofnun og leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku jafnréttisviðurkenningar við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 19. mars.
17.03.2009
Starfshópur um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi til almannaheilla
Starfshópur um stoðþjónustu á Seltjarnarnesi til almannaheilla hefur nú starfað á fjórða mánuð. Hópurinn hefur verið stækkaður og skipa hann nú auk fagfólks sem starfar hjá Seltjarnarnesbæ hjúkrunarfræðingar Grunnskólans.
Starfshópurinn kemur saman einu sinni í mánuði
13.03.2009
Guðlaugssund í sundlaug Seltjarnarness
Guðlaugssund var háð í sundlaug Seltjarnarness eins og undanfarin ár. Frumkvöðull þessarar uppákomu er Kristján Gíslason ...