Almyrkvi og/eða falleg jólakúla?
Meðlimir í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness voru áberandi í umræðunni er þeir mættu með átta sjónauka fyrir framan Útvarpshúsið í Efstaleiti að morgni þriðjudagsins 21. desember og leyfðu gestum og gangandi að fylgjast með almyrkva á tunglinu.
Tónleikar á Eiðistorgi
Árlegir jólatónleikar hljómsveita frá Tónlistarskóla Seltjarnarness á Eiðistorgi fóru fram föstudaginn 17. desember. Kári Húnfjörð stjórnaði þar þremur hljómsveitum sem allar stóðu sig með prýði og glöddu gesti og gangandi.
Aukið öryggi á Seltjarnarnesi
Síðustu vikur hefur verið unnið við að setja upp öryggismyndavélar á tveim stöðum í bænum. Um að ræða myndavélar sem staðsettar eru á bæjarmörkunum við Norðurströnd og Nesveg. Vélarnar taka myndir af bifreiðum sem aka inn og út úr bænum.
Mottuspilið í Áhaldahúsið
Ásmundur Haraldsson færði starfsmönnum Áhaldahúss Seltjarnarness Mottuspilið að gjöf. Mottuspilið er hannað fyrir Seltjarnarnes og snúa allar spurningar um staðhætti og ýmis atvik sem tengjast atburðum og starfsemi á Seltjarnarnesi í gegnum tíðina
Skautasvell á Vallarbrautarvelli
Starfsmenn Áhaldahúss Seltjarnarness hafa í dag verið að gera skautasvell á Vallarbrautarvelli og er svellið tilbúið til notkunar. Reynt verður að halda svæðinu opnu þegar nægt frost er.
Jólastemning á Seltjarnarnesi
Nú er lokið við að skreyta opin svæði Seltjarnarnesbæjar. Sú nýbreytni er að á þessu ári tók Seltjarnarnesbær yfir alla vinnu við undirbúning og uppsetningu jólaskrauts, þ.e á ljósastaura en áður sá Orkuveita Reykjavíkur um þessa vinnu.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir 2011 samþykkt.
Fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir árið 2011 var samþykkt með sex atkvæðum gegn einu atkvæði Guðmundar Magnússonar á fundi bæjarstjórnar í dag, mánudaginn 6. desember. Áætlunin var unnin sameiginlega af öllum bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks, Neslista og Samfylkingar líkt og gert var fyrir árið 2010.
Málefni fatlaðra til sveitarfélaga
Heildarsamkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga um tilfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, var undirritað 23. nóvember sl. Þjónusta sem ríkið veitir fötluðum samkvæmt lögum nr. 59/1992 um málefni fatlaðra færist til sveitarfélaganna þann 1. janúar 2011.
Deiliskipulag v/Bakka- og Lambastaðahverfa samþykkt í bæjarstjórn
Á 724. fundi bæjarstjórnar þann 10. nóvember síðastliðinn voru samþykkt deiliskipulög vegna Bakka- og Lambastaðahverfis.