Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
14.05.2010

Seltjarnarnesbær tekur þátt í verkefninu "Öruggt samfélag"

Ákveðið hefur verið að Seltjarnarnesbær taki þátt í verkefninu Öruggt samfélag sem Lýðheilsustöð stendur að hér á landi. Markmið verkefnisins er að efla slysa- og ofbeldisvarnir í bæjarfélaginu og auka þannig öryggi og velferð íbúa Seltjarnarness.

12.05.2010

Hækkun á niðurgreiðslum með börnum sem eru í daggæslu í heimahúsum.

Ákveðið hefur verið að hækka verulega niðurgreiðslur til dagforeldra vegna daggæslu yngstu barnanna. Gengið er út frá því að foreldrar greiði svipaða upphæð fyrir barn hjá dagforeldri og fyrir barn í leikskóla.

07.05.2010

Sterk fjárhagsstaða Seltjarnarnesbæjar

Niðurstaða ársreiknings Seltjarnarness fyrir árið 2009 ber vott um áframhaldandi sterka fjárhagsstöðu bæjarins en ársreikningurinn var lagður fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 28. apríl síðastliðinn.
Starfsviðurkenningar fyrir langan starfsaldur
06.05.2010

Starfsviðurkenningar fyrir langan starfsaldur

Á árshátíð starfsmanna Seltjarnarnesbæjar sem haldin var 5. maí s.l. veitti Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri starfsmönnum sem starfað hafa hjá bænum í 15 og 25 ár starfsviðurkenningu

Grunnskóli Seltjarnarness hefur hlotið Grænfánann
29.04.2010

Grunnskóli Seltjarnarness hefur hlotið Grænfánann

Dagur umhverfisins er haldinn 25. apríl ár hvert, en þann dag árið 1762 fæddist Sveinn Pálsson, fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn. Í Grunnskóla Seltjarnarness var haldið upp á daginn þann 27. apríl og þá tók skólinn á móti Grænfánanum.
Fjölskyldudagur í Gróttu á fallegum sólardegi í apríl
28.04.2010

Fjölskyldudagur í Gróttu á fallegum sólardegi í apríl

Fjölskyldudagur Gróttu var haldinn laugardaginn 17. apríl síðastliðinn og var foreldrafélag Grunnskóla Seltjarnarness með vöfflukaffi.
16.04.2010

Eftirlit með mögulegu öskufalli á höfuðborgarsvæðinu

Ekki eru líkur á að aska berist til höfuðborgarinnar næstu daga, samkvæmt veðurspám, en neyðarstjórn Seltjarnarnesbæjar fylgist grannt með þróun gossins í Eyjafjallajökli og hvaða áhrif mögulegt öskufall gæti haft á Seltjarnarnesi.

Samningur um sköpun kennsluvettvangs fyrir nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands
15.04.2010

Samningur um sköpun kennsluvettvangs fyrir nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands

Í dag var undirritaður í Nesstofu samningur milli Seltjarnarnesbæjar, námsbrautar í fornleifafræði við Háskóla Íslands og Lækningaminjasafns Íslands um sköpun kennsluvettvangs í Nesi fyrir nemendur í fornleifafræði við Háskóla Íslands.
10.04.2010

Léttsveit Tónlistarskóla Seltjarnarness hlaut verðlaun á uppskeruhátíð tónlistarskóla - Nótunni

Samtök tónlistarskólastjóra, Félag íslenskra hljómlistarmanna og Félag tónlistarskólakennara hafa á yfirstandandi skólaári ýtt úr vör uppskeruhátíð tónlistarskóla sem hefur hlotið nafngiftina ”Nótan”.

Sumarið að koma
09.04.2010

Sumarið að koma

Sumarið er farið að láta á sér kræla, sem sést best á blómstrandi vorlaukum við Suðurströnd og smábátahöfnin tilbúin til notkunar
09.04.2010

Anna Harðardóttir hefur verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri Leikskóla Seltjarnarness

Samþykkt var á 707. (1633.) fundi bæjarstjórnar Seltjarnarness í desember 2009 að leikskólarnir Mánabrekka og Sólbrekka skyldu sameinaðir. Nú hefur Anna Harðardóttir verið ráðin aðstoðarleikskólastjóri nýs sameinaðs Leikskóla Seltjarnarness sem tekur til starfa 1. júlí nk.

Íþróttaskóli leikskólabarna á Seltjarnarnesi
08.04.2010

Íþróttaskóli leikskólabarna á Seltjarnarnesi

Öllum 5 ára börnum í leikskólum Seltjarnarness er boðið í Íþróttaskóla í íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi 1x í viku á vorönn 2010. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi háttur er hafður á.
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?