Fara í efni

Deiliskipulag v/Bakka- og Lambastaðahverfa samþykkt í bæjarstjórn

Á 724. fundi bæjarstjórnar þann 10. nóvember síðastliðinn voru samþykkt deiliskipulög vegna Bakka- og Lambastaðahverfis.

Á 724. fundi bæjarstjórnar þann 10. nóvember síðastliðinn voru samþykkt deiliskipulög vegna Bakka- og Lambastaðahverfis. Deiliskipulaga beggja hverfa höfðu áður verið samþykkt samhljóða í Skipulags- og mannvirkjanefnd bæjarins, sbr. fundagerð nefndarinnar nr. 151 frá 29. október síðastliðnum og 152 frá 4. nóvember siðastliðnum.

Skipulagastofnun verður nú sent þessi deiliskipulög til yfirferðar og að því loknu mun Seltjarnarnesbær auglýsa deiliskipulaga beggja hverfa í B-deild Stjórnartíðina og munu þau í framhaldi af því öðlast gildi.

Bent er á að þeir sem telja að ekki hafi verið komið til móts við þeirra athugasemdir eða að brotið hafi verið á rétti þeirra eiga kost á því að kæra hin auglýstu deiliskipulög til úrskurðanefndar skipulagsmála.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?