Nú er lokið við að skreyta opin svæði Seltjarnarnesbæjar. Sú nýbreytni er að á þessu ári tók Seltjarnarnesbær yfir alla vinnu við undirbúning og uppsetningu jólaskrauts, þ.e á ljósastaura en áður sá Orkuveita Reykjavíkur um þessa vinnu.
Nú er lokið við að skreyta opin svæði Seltjarnarnesbæjar. Sú nýbreytni er að á þessu ári tók Seltjarnarnesbær yfir alla vinnu við undirbúning og uppsetningu jólaskrauts, þ.e á ljósastaura en áður sá Orkuveitan Reykjavíkur um þessa vinnu. Jólaskraut sem að áður var notað á ljósastaura við Nesveg er nú nýtt á veggi Bæjarskrifstofu og Sundlaugar.
Tvö jólatré voru sett upp í ár sem bæði voru gefin bænum. Annað stendur við Norðurströnd og er það héðan af Seltjarnarnesi, var ræktað í garði við Miðbraut 13. Gefendur eru Einar Grétar Þórðarson og Thelma Jóhanna Grímsdóttir. Hitt stendur við Hrólfskálamel en Ármann Magnús Ármannsson gaf bænum það en hann er starfsmaður Áhaldahúss.