Fara í efni

Vilhjálmur Lúðvíksson formaður fyrstu stjórnar Urtagarðsins

Fyrsta stjórn Urtagarðsins hefur verið skipuð og hefur hún skipt með sér verkum.

Fyrsta stjórn Urtagarðsins hefur verið skipuð og hefur hún skipt með sér verkum.

Vilhjálmur Lúðvíksson, Garðyrkjufélagi Ísland er formaður, Sigríður Siemsen, Lyfjafræðingafélagi Íslands, gjaldkeri og Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Lækningaminjasafni Íslands, ritari, Meðstjórnendur eru Kristín Einarsdóttir, Lyfjafræðisafni, Steinunn Árnadóttir, Seltjarnarnesbæ, Örn Bjarnason, Læknafélagi Íslands og Lilja Sigrún Jónsdóttir, Landlæknisembættinu

Urtagarður er samvinnuverkefni  Seltjarnarnesbæjar , Garðyrkjufélags Íslands , Landlæknisembættisins , Læknafélags Íslands , Lyfjafræðingafélags Íslands , Lyfjafræðisafns og   Lækningaminjasafns Íslands. Hann var stofnaður í minningu þriggja manna sem tengdu saman ræktun og heilsubót í lífi og starfi en það eru Bjarni Pálsson en 250 eru frá skipun hans í embætti landlæknis árið 1760, Hans Georg Schierbeck, fyrsta formann Garðyrkjufélags íslands en 125 ár er frá stofnun félagsins og Bjarna Jónsson lyfsala en hann annaðist nytja- og lækningajurtagarði í Nesi frá árinu 1768.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?