Fara í efni

Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
09.10.2009

Forvarnastefna Seltjarnarness

Nú hefur forvarnastefna Seltjarnarness litið dagsins ljós. Stefnunni er ætlað að vera leiðbeinandi í forvarnastarfi og miða að því að samhæfa störf þeirra aðila sem vinna með börn og unglinga.

08.10.2009

Seltirningar leggja aukna áherslu á umferðaröryggi

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri á Seltjarnarnesi og Birgir Hákonarson framkvæmdastjóri umferðaröryggissviðs Umferðarstofu hafa undirritað samning um samstarf við gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

Te og tónlist í Bókasafni Seltjarnarness
05.10.2009

Te og tónlist í Bókasafni Seltjarnarness

Listavika Bókasafns Seltjarnarness var sett  fimmtudaginn 1. október. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri setti vikuna að viðstöddu fjölmenni.
01.10.2009

Bæjarstjóri heimsótti nemendur 9. bekkja í Grunnskóla Seltjarnarness á forvarnardaginn

Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri heimsótti 9. bekkinga í Grunnskóla Seltjarnarness í gær á forvarnardaginn. Í gær hófst forvarnavika á Seltjarnarnesi og taka flestallar stofnanir bæjarins þátt í vikunni að einhverju leyti.
30.09.2009

Listavika Bókasafns Seltjarnarness 2009

Á morgun fimmtudaginn 1. október hefst Listavika í Bókasafni Seltjarnarness. Þetta er fyrsta Listavika bókasafnsins og verður gestum og gangandi boðið upp á margs konar listviðburði, kynningar og notalegheit frá 1.-10.október.
25.09.2009

Öruggt að búa á Seltjarnarnesi

Flest innbrot á höfuðborgarsvæðinu eru framin í miðborginni. Um 10 innbrot hafa verið tilkynnt til lögreglu á hverjum degi fyrstu átta mánuði ársins.

Bæjarstjórar hjóla í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni
21.09.2009

Bæjarstjórar hjóla í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni

Í tilefni af Evrópsku samgönguvikunni 16. - 22. september hjóluðu bæjarstjórarnir á höfuðborgarsvæðinu ásamt fríðu föruneyti í Nauthólsvík og síðan lá leiðin niður í Ráðhús Reykjavíkur þar sem fram fór dagskrá á vegum samgönguvikunnar.
Ávaxtastund fer vel af stað - ávextir í áskrift
14.09.2009

Ávaxtastund fer vel af stað - ávextir í áskrift

Ávaxtastundin hefur tekist vel. Mjög margir eru í áskrift og nemendur virðast ánægðir með úrvalið. Hver nemandi fær litla litríka skál með nokkrum  ávaxtabitum, mismunandi  hverju sinni.
Stöndum saman – drögum úr hraðakstri þar sem börn eru á ferð
09.09.2009

Stöndum saman – drögum úr hraðakstri þar sem börn eru á ferð

Vegna mikillar umferðar við byggingar grunnskólans höfum við áhyggjur af öryggi nemenda á leið til og frá skóla. Þröngt er við skólana og aðstæður til að keyra nemendur ekki eins og best verður á kosið.
Vertu vinur Seltjarnarnesbæjar á Facebook
02.09.2009

Vertu vinur Seltjarnarnesbæjar á Facebook

Nú hefur Seltjarnarnesbær gerst meðlimur á samskiptanetinu Facebook eða fésbókinni eins og það hefur verið nefnt á hinu ylhýra móðurmáli.
Bæjarstjóri Seltjarnarness heimsótti borgarstjórann í Reykjavík
27.08.2009

Bæjarstjóri Seltjarnarness heimsótti borgarstjórann í Reykjavík

Bæjarstjóri og framkvæmdastjórar sviða Seltjarnarnesbæjar heimsóttu borgarstjóra Reykjavíkur á dögunum og fengu meðal annars kynningu á aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar gegn efnahagshruninu.
Suðrænt á Seltjarnarnesi
25.08.2009

Suðrænt á Seltjarnarnesi

Á norðanverðu Seltjarnarnesi lifir þetta fallega kirsuberjatré
Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?