Fara í efni

Aukið öryggi á Seltjarnarnesi

Síðustu vikur hefur verið unnið við að setja upp öryggismyndavélar á tveim stöðum í bænum. Um að ræða myndavélar sem staðsettar eru á bæjarmörkunum við Norðurströnd og Nesveg. Vélarnar taka myndir af bifreiðum sem aka inn og út úr bænum.

Síðustu vikur hefur verið unnið við að setja upp öryggismyndavélar á tveim stöðum í bænum. Um að ræða myndavélar sem staðsettar eru á bæjarmörkunum við Norðurströnd og Nesveg. Vélarnar taka myndir af bifreiðum sem aka inn og út úr bænum.

Gögnin geymast í einn mánuð og er geymsla gagnanna háðar skilyrðum Persónuverndar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur aðgang að gögnunum, sem tekin eru upp á vélarnar og getur nýtt sér þau við rannsókn mála.

Með uppsetningu vélanna vonast bæjaryfirvöld til þess að glæpum fækki enn frekar innan sveitarfélagssins.

Öryggismyndavél Öryggismyndavél


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?