21.07.2011
Bocce-mót eldri borgara
Unglingar í sumarátaki bæjarins skipulögðu mót í Bocce fyrir eldri borgara á Nesinu í dag og var það haldið í bakgarðinum við Skólabraut 3-5.
14.07.2011
Listahópurinn önnum kafinn á Nesinu
,,Listahópurinn reyndi fyrir sér í vikunni að stýra bæjarfélaginu, með góðum árangri" sjá myndband.
08.07.2011
Harmonikkuball
Ungmennaráð Seltjarnarness stóð fyrir harmonikkuballi á plani björgunarsveitarhússins við Suðurströnd í gær.
05.07.2011
Friðarhlaupið hófst á Seltjarnarnesi í dag
Fulltrúar friðarhlaupsins á Íslandi árið 2011 heimsóttu Seltjarnarnes í dag. Krakkarnir í unglingavinnunni fengu stuttan fyrirlestur um tilgang og markmið friðarhlaupsins.
01.07.2011
Mikið neglt og sagað á smíðavellinum við Való
Á smíðavellinum við Valhúsaskóla er að rísa hið myndarlegasta húsahverfi en fjöldinn allur af krökkum eru þar að smíða daginn út og inn.
30.06.2011
Vinnuskóli Seltjarnarness tekinn til starfa
Vinnuskóli Seltjarnarness var settur 8. júní s.l og eru nemendur hans í óða önn að fegra og snyrta bæinn
28.06.2011
Viðhaldsframkvæmdir á Suðurströnd 12.
Gengið hefur verið að tilboði Viðhaldsmeistarans ehf. um lagfæringar á húsnæðinu og mun verkið hefjast 1. júlí nk. Farið verður í steypu og gluggaviðgerðir ásamt málun á húsinu.
27.06.2011
Ungir og aldnir í félagsvist
Hópar úr unglingavinnunni fara í félagsmiðstöðina Selið í hverri viku og einn hópurinn vann að því að skipuleggja viðburði í samstarfi við eldri borgara á Skólabraut á dögunum.
24.06.2011
Fræðst um sögu húsa í árlegri Jónsmessugöngu
Árleg Jónsmessuganga menningarnefndar Seltjarnarness var farin í gærkvöldi í ágætu veðri. Fjöldi gesta tók að venju þátt í göngunni.