Fara í efni

Líf og fjör í Selinu

Vetrarstarfið Selsins hófst með opnunarballi þann 2. sept.  Frábær stemmning var á ballinu enda húsið troðfullt af dansandi unglingum.

Haustferðalag Selsins

Vetrarstarfið Selsins hófst með opnunarballi þann 2. sept.  Frábær stemmning var á ballinu enda húsið troðfullt af dansandi unglingum.

Unglingar á aldrinum 13-15 ára fóru síðan í hina árlegu haustferð Selsins helgina 24.-25. sept. og að þessu sinni var farið í Borgarnes. Gist var eina nótt í félagsmiðstöð þeirra Borgnesinga.  Á föstudagskvöldinu var dagskrá í félagsmiðstöðinni Óðal en á laugardeginum var farið í sund, grillað og leikið sér.  Unglingarnir okkar voru til fyrirmynda. Ferðin vel heppnuð og allir komu heim með bros á vör.

Kosningar í nemendaráð og ungmennaráð.

Ný stjórn nemendaráðs Selsins og Valhúsaskóla var kosin fimmtudaginn 16. sept. Það voru margir unglingar sem buðu sig fram og héldu flottar framboðsræður. Þau sem hlutu kosningu og skipa stjórn eru; Selma Ramdani formaður, Þórarinn Árnason varaformaður, Jórunn María Þorsteinsdóttir gjaldkeri og Steinn Arnar Kjartansson ritari, meðstjórnendur eru þau Unnur María Guðmundadóttir, Ásgeir Tómas Arnarson og Margrét Karen Jónsdóttir.  Óskum við þeim til lukku með árangurinn.

Kosningar í ungmennaráð Seltjarnarness fór fram í október.  Markmið ungmennaráðsins eru m.a. að efla félagslíf fyrir 16-18 ára ungmenni á Seltjarnarnesi, bæta samfélagið með jákvæðu hugafari og sýna gott fordæmi, skapa grundvöll til þess að ungmenni geti komið skoðunum sínu á framfæri og stuðla að því að ungmenni eigi rödd í samfélaginu.  Fulltrúar í ungmennaráði eru þau: Sara Davíðsdóttir, Árni Beinteinn Árnason, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir, Sólveig Ásta Einarsdóttir, Egill Árni Jóhannesson, Elísabet Charlotta Ásgeirsdóttir, Arnar Steinn Þorsteinsson , Hrafnhildur Bára Magnúsdóttir. Óskum við þeim til hamingju með kosninguna.

Landsmót SAMFÉS

Landsmót Samtaka félagsmiðstöðva á Íslandi var haldið í Garðarbæ dagana 1. til 3. okt.  Nýkjörin stjón Selsins og Valhúsaskóla ásamt Ástu Þórðardóttur starfsmanni Selsins voru fulltrúar okkar á Landsmótinu.

Á mótinu voru um 400 unglingar allstaðar af landinu samankomnir til að mynda tengsl og taka þátt í hinum ýmsu smiðjum.  Einnig var kosið í ungmennaráð Samfés og var Selma Ramdani kosin sem varafulltrúa í ráðið.  Fulltúar okkar á landsmótinu komu til baka uppfullir af hugmyndum sem eiga eftir að nýtast vel í félagsstarfinu í vetur.


Loka
Var efnið á síðunni hjálplegt?